Síðasta færslan frá KSA... og sagan af Holam

...í bili a.m.k.

Ég er að klára þessa törn hérna úti á morgun. Aðra nótt flýg ég til LHR og þaðan með hádegisvélinni heim á klakann. Ég á hins vegar bókað flug til LHR aftur annan í páskum og til RUH daginn eftir. Tek rúma viku hérna þá. Geri ekki ráð fyrir að hlutirnir verði mikið breyttir en hver veit nema ég nenni að henda inn 1ni eða 2mur færslum.

Ef þið eigið eftir að koma hingað til Riyadh einhvern tímann á næstu tveimur árum þá þurfið þið að fá símanúmerið hjá Holam, leigubílstjóranum mínum. Hann er algjör snillingur. Ég get ekki eignað mér heiðurinn á að hafa fundið hann því hann hefur verið að keyra samstarfsmenn mína undanfarið eina og hálfa árið. Alltaf sama verð óháð umferð, 50 SAR í vinnuna og 50 SAR úr vinnunni. Við erum yfirleitt um 30 mín í vinnuna en oftast nær klukkutíma á leiðinni heim. Holam þessi er Pakistani sem hefur keyrt leigubíl í Riyadh í tæp 13 ár. Vinnutíminn er frá 04:00 til ca. 20:00, 7 daga vikunnar, 14 - 18 mánuði í senn. Fríið er svo tekið í Pakistan, 6 mánuðir með fjölskyldunni því hann á konu og 3jú ung börn. Hann stefnir á það að vera hér ca. 2vö svona tímabil í viðbót og flytja svo loksins alfarið heim. Það er eins með hann eins og aðra útlendinga sem vinna hérna að þeir eru allir að leita sér að vinnu í öðrum löndum. Það virðist enginn þola þetta land... sem reyndar er ekki svo skrýtið þegar maður fer að pæla í því. Það er ekkert að gera hérna, það er ekki kvikmyndahús eða nokkuð til að gera sér glaðan dag. Sádinn fer bara í mollið og reyndar eru öll stóru mollin með míni tívolíi innanhúss, en það er meira stílað inn á börn (trúið mér, búinn að reyna að fara í rússíbana - kids only). Það er heldur ekki sældarlíf að koma hingað með konu eða fjölskyldu. Konur verða að vera huldar, það má ekki sjást í fötin þeirra og þess vegna eru þær allar í svörtu kjólunum utanyfir fötin. Konur eiga líka að vera með slæðu án tillits til trúarbragða, þó ég hafi séð eina eða tvær án slæðu en það er ekki nauðsynlegt að vera með slæðuna fyrir andlitinu. Það er ekki mikið um að konur vinni, það er helst á sjúkrahúsum en einhverjar vinna í búðum en það eru þá búðir sem eru bara fyrir konur (eins og 3ðja hæðinni í Kingdom Tower mollinu). Það er svo nýtilkomið að þær vinni í bönkum og þá bara í röðinni fyrir konur. Konur mega heldur ekki keyra í KSA. Ég reyndar sé ekki afhverju nokkur ætti að vilja koma hingað nema til að komast í frí með fjölskyldunni án þess að vera með fjölskyldunni og ef þú nennir ekki að gera neitt eða skoða neitt í fríinu þínu, þá er þetta tilvalinn staður - já og ef þú drekkur ekki bjór í 40 - 60 stiga hita (því hitinn fer upp í 60 gráður á C yfir sumartímann.

En aftu að Holam (borið fram Hgholam). Hann var að segja mér að það væru 335 leigubílafyrirtæki í Riyadh. Hvert fyrirtæki rekur frá 2veimur upp í 500 bíla, þ.a. það er haugur af leigubílum í borginni. Maður fer heldur ekki varhluta af því þegar maður röltir hérna um hverfið, þetta er eins og á skólaböllunum í gamladaga þegar stelpurnar létu mann ekki í friði ( :þ ) það er endalaust flautað á mann, leigubílarnir snarhemla um leið og þeir sjá mann og valda enn meira öngþveiti í þegar frekar kaótískri umferðinni. Það skiptir ekki máli þó þú sért að labba á móti umferðinni, þeir reyna að pikka þig upp.

Eitt sem maður tekur strax eftir og finnst skrýtið eru hommatendensarnir í nánast undantekningarlaust öllum Sádí-körlum. Á öllum aldri líka. Ekki það að ég sé ósáttur við homma eða sé haldinn einhverri hommafælni, alls ekki. Það er bara skrýtið að sjá fullorðna karlmenn (ekki bara eitt og eitt par eins og maður gæti séð annars staðar) leiðast. Og þegar ég segi leiðast, þá er það allt frá því að leiðast venjulega yfir í það að halda í einn eða tvo fingur og um daginn sá ég 3já karla á miðjum aldri leiðast yfir götu. Svo leiðast þeir ekki bara... þeir kyssast endalaust. Ég læt þetta ekkert fara í mig en þetta er verulega skrýtið allt saman.

Annað sem ég tók eftir í einni af gönguferðum mínum er þetta með moskurnar. Þær eru hérna út um allt. Í fyrstu tók ég ekkert svo mikið eftir þeim. Það fer yfirleitt lítið fyrir þeim en þegar betur er að gáð þá er 10unda hvert hús (örlítið ýkt) með háum turni og uppí þessum turni eru gjallarhorn og út um þessi gjallarhorn má heyra orð Allah. Bænir eru alltaf á sama tíma í öllum moskum og þá fara menn ekki eftir klukkunni heldur stöðu sólar og mána ef ég skil þetta rétt. En svo kyrja þeir mismunandi söng milli moska þ.a. það er enginn samhljómur í þessu. Þetta er allt í lagi á meðan þú heyrir bara í einni en ef þú ert staddur einhvers staðar með 3jár eða 4rar moskur í kringum þig þá verður þetta ansi ruglingslegt.

Eins og ég segi þá er ég á leiðinni heim á morgun og verð á ferðalagi fram á miðjan dag á miðvikudag. Það verður gott að komast heim í faðm fjölskyldunnar... en ég sendi kannski út nýjan pistil þegar ég logga mig inn í KSA aftur eftir rúmar 2vær vikur.

Þ. 


Alls staðar má finna brjálæðinga...

Þrátt fyrir allt regluverkið, eftirlitið, refsingarnar og þar fram eftir götunum, má samt finna brjálæðinga hérna í KSA. Reyndar held ég að flestir séu brjálaðir en ungir drengir eru áberandi mest brjálaðir. Það er töluvert um unglinga á fjórhjólum hérna í miðbænum á kvöldin. Þeir safnast saman á götuhornum og skiptast á að prjóna út göturnar á fullu gasi. Oftast eru þeir tveir saman, þ.s. sá sem situr aftaná, liggur nánast með bakið og hausinn í götunni. Auðvitað eru þeir hjálmlausir og auðvitað eru þeir bara í stuttermabol og gallabuxum. Þeir hljóta að drepa sig nokkrir á ári með þessum bjánagangi í þessari líka traffík.

Það eru svosem ekki bara unglingarnir sem eru eins og fífl í umferðinni eins og ég hef margsagt í þessum bloggum. Bílbelti eru ekki notuð í KSA, ekki fyrir börn og ekki fyrir fullorðna. Reyndar halda þeir oftast á ungabörnunum frammí bara. Þá skiptir ekki máli hvort það er konan eða karlinn sem heldur á barninu. Já vel að merkja, konur keyra að sjálfsögðu ekki hér í KSA, þ.a. það má sjá menn undir stýri með ungabarn í fanginu, ekkert eðlilegra.

Gangandi vegfarandur eiga engan rétt. Það er alveg sama hvort það er grænt eða ekki (reyndar er ekki mikið um virk umferðarljós í Riyadh). Það er líka sama þó þú sért að fara yfir einstefnugötu og ert búinn að kíkja í átt að umferðinni... þú getur alveg eins átt von á því að það komi bíll inn á móti einstefnunni, það er ekkert sjálfsagðara. Og menn hægja ekki á sér.

Annað merkilegt sá ég um daginn þegar við vorum að fara heim eftir vinnu. Á bílaplani fyrir utan vöruhúsið voru menn að æfa sig í því að keyra á 2veim hjólum. Þeir keyrðu hring eftir hring á Land Cruiser, vippuðu svo kvikindinu upp á hliðina og keyrðu langaleiðir á tveim hjólum. Ég hef séð þetta í bíó og ég hef séð af þessu myndir... en þetta var 'læf'. Annað hvort geðveiki eða snilld.

Þ. 


Litli Pakistaninn sem reyndist vera Indverji

Í nokkur ár hef ég þurft vegna vinnunnar að vera í sambandi við Indverja. Indverjar eru verulega ill-skiljanlegir þegar þeir reyna að tala ensku og ég er líklega ekki vel skiljanlegur á indversku. Ég varð því fyrir vonbrigðum þegar ég kynntist litla vini mínum Pakistananum þegar ég kom hérna til KSA. Við vinnum mikið saman í þessu verkefni og ég á oft mjög erfitt með að skilja hann. Ég hélt að þetta væri bundið við Indverja... Löngu síðar, eða daginn sem úrslitaleikurinn í HM í krikket fór fram (síðasta lotan) kom í ljós að hann er Indverji eftir allt saman. Þetta er semsagt bundið við Indverja. Ég á bara mjög erfitt með að skilja þá tala ensku (eða annað tungumál).

Þessi nýi indverski vinur minn hefur hins vegar tvisvar boðið mér með í hádeginu að borða með félögum sínum. Venjan er að taka bara næsta vöruflutningabíl sem ekki er verið að hlaða eða losa akkúrat í hádeginu og skreppa í mat. Veitingastaðurinn gefur mörg heimsborgarastig. Þetta er svona Sádí/indversk 'ród-sjoppa' - verulega sjabbí en maturinn er góður. Það er hægt að fá þurrkaða gullfiska og allt. Auðvitað er borðað með hægri. Hvernig ætli það sé að vera örvhentur Indverji?

Hitastigið í KSA fer hækkandi... það er að koma sumar og þeir tala um allt upp í 60 gráðu hita á C þegar það verður heitast. Heitasti dagurinn hjá mér hefur verið 37 gráður skv. BBC en ég er viss um að það var heitara. Kosturinn er náttúrulega að það er nánast enginn raki... kostur eða ókostur? Maður svitnar ekki eins svívirðilega en maður þornar allur upp í augum, nefi og munni. Þetta er svona eins og stinga hausnum inn í bakaraofn á blæstri. Það blæs nefnilega svolítið þarna þar sem vöruhúsið er sem gerir það að verkum að það er mikið sand og rykfjúk.

Ég ákvað að taka brandarakeppnina á þetta um daginn og mætti í stuttbuxunum í vinnuna. Mér var vinsamlegast bent á að koma í buxum framvegis áður en aðrir færu að herma eftir mér. Þar að auki hefur mér verið bannað að vera í sandölunum!!! Hvað er það??? Sádinn er í náttfötum og sandölum allan daginn, afhverju má ég ekki vera í stuttbuxum og sandölum??? Reyndar vilja þeir meina að þetta sé öryggisatriði í vöruhúsinu og Sádinn fer náttúrlega ekki þangað inn hvort eð er. Ég er því farinn að hafa skóna með mér og skutla mér í þá þegar ég þarf að fara inn í hús.

Annars er búið að vera fínt í vinnunni, temmilega mikið að gera þ.a. dagurinn líður hratt og verkefnin oft mjög skemmtileg en það er erfitt að fá einhverju framgengt eða fá menn til að skilja að það þurfi virkilega að gera hlutina svo þeir lagist. Það er ekki fyrr en einhverjir toppar fara að æsa sig að eitthvað gerist. Sem er gott. Á meðan þeir eru ekki að æsa sig við mig.

Einn af gaurunum hérna á hótelinu (við erum allir á sama hóteli, ég og gaurar frá Q8 og Dubæ) tók bílaleigubíl, þ.a. nú er minna um leigubíla. Ég var nú búinn að lýsa umferðinni og ég gerði ekki ráð fyrir að það myndi ganga svona vel. Við höfum ekki enn lent í árekstri og við höfum kvatt hann til dáða að taka upp siði innfæddra (og innfluttra) og svína eins og andsk... og flauta og blikka. Það gengur alltaf betur og betur eftir því sem maður er ósvífnari.

Ég tók þá yfirveguðu ákvörðun eitt kvöldið að skella mér í klippingu hérna úti á horni. Þetta var frekar kómískt. Klipparinn var fínn og ég er bara sáttur við útkomuna en allan tíman á meðan hann var að klippa mig var hann að rífast við 2vo gamla karla sem greinilega voru fastir í stólunum á biðstofunni (ca 1,5m fyrir aftan mig). Eftir klippinguna fékk ég svo eitt öflugasta höfuðnudd sem ég hef nokkurn tíma fengið. Ég gat nú ekki annað en skellt uppúr en þetta var rosalega þægilegt. 20 SAR < 600 ISK.

Ég var líka að verða uppiskroppa með naríur og uppáhaldsboli (fyrir utan að ég hellti kaffi á vinnubuxurnar mínar) þ.a. ég fór með 1xBuxur, 2xskyrtur, 3xboli og 8xnærur í hreinsun. Tilbúið daginn eftir, straujað og fínt. 26 SAR (sjá verð á klippingu).

Þ.


Sjitt hvað Sádinn er bilaður...

Það er merkilegt að koma inn í svona heim. Menningin og allt hérna er svo allt allt öðruvísi en maður á að venjast. Það er líka best að halda sig til hlés, því það fer tvennum sögum um hvað verður um menn sem brjóta hin múslímsku lög og siði. Sumir segja að það sé í góðu lagi að taka myndir hérna um allt en aðrir segja að maður lendi í fangelsi. Það er klárlega bannað að tala við konur og eins og allir vita og ég manna best, þá er ekki hægt að fá bjór hérna.

Sádinn er líka skrítinn með það að allt lokar á meðan bænatími er (sem er nokkrum sinnum yfir daginn). Þá loka þeir öllum búðum og öllum veitingahúsum og allt. Þú verður bara að bíða. Það truflar mig svosem ekki en það er skrítið samt að þeir eru ekki endilega að biðja á þessum tíma, ekki allir allaveganna og það sem fer í taugarnar á mér er að þessar reglur gilda ekki fyrir alla. Ég var að bíða um daginn eftir að komast inn á veitingastaðinn minn og í tvígang komu Sádar og rifu bara upp hurðina og löbbuðu inn.

Veitingastöðum er líka skipt í tvennt. Annars vegar er Famely zone og hins vegar Single. EKKI ruglast á því. Þetta á líka við um skyndibitastaði, þar er röð fyrir konur og röð fyrir karla. Einstaklingar mega heldur ekki fara í mollin á fimmtudögum og föstudögum því þá er famelyday. Það er ekki séns að komast inn þá. Við ME vorum í einu af sparimollunum hérna um daginn að skoða okkur um og ætluðum upp á 3ju hæð. Mér fannst reyndar skrítið að rúllustigarnir komu bara niður, þ.a. við tókum lyftuna. Auðvitað er karlalyfta og konulyfta og í karlalyftunni var ekki takki fyrir 3ju hæð. Hæðin var bara fyrir konur. Á leiðinni í vinnuna er svo heilt moll sem er bara fyrir konur. Segið svo að konur megi ekki neitt hérna suðurfrá.

Allir Sádar klæðast hvítum náttserkjum og eru með viskastykki á hausnum og allar konur eru í búrkum. Einstaka konur eru einungis með slæðu en að öðruleiti svartklæddar, fleiri eru þó alklæddar þannig að það sést ekki einusinni í augun á þeim en flestar eru algerlega huldar fyrir utan augun. Ég hef séð eina konu hérna sem er ekki svona klædd. Hún var reyndar í svörtu og síðu en ekki með slæðu... en hún var frá austur asíu. Annars er megnið af fólkinu hérna innflytjendur, mikið frá Indlandi, Egyptalandi, Filipseyjum og Pakistan. Þetta er fólkið sem vinnur alla vinnuna hérna. Sádarnir eru margir í vinnu en þeir vinna yfirleitt ekki. Það þarf bara að ráða þá í stjórnunarstöður svo þú fáir starfsleyfi. Einfalt. En þegar ég tala um fólk þá sér maður bara karla.

Ég spái því annars að Sádarnir verða bráðum feitasta þjóð í heimi. Þeir éta ekkert annað en skyndibita. Það er alveg merkilegt. Þegar maður spyr hvort það séu ekki einhverjir ressar hérna þá benda þeir á MikkiDís og PizzaHothothot. Þeir raða þessu í sig og þar sem það er bannað að klæðast nokkru öðru en náttserknum, þá eru þeir ekki mikið í því að fara út að skokka. Það sorglega við þetta er að Pizza Hut er allaveganna 2x dýrara en Tyrkneski staðurinn minn. Þetta lið er sjúkt. Þetta er meira að segja þannig að það eru &#39;drævþrú&#39; hraðbankar hérna út um allt. Tja annað hvort er þetta sjúkt eða snilli.

Ég nenni ekki einusinni að ræða bensínverðið hérna... líterinn kostar frá ISK 6 til ISK 18, eftir því hvort þú ert í miðbænum eða ekki. Hvað er hann kominn í heima? 250? við fáum 2-3 lítra fyrir það sem þeir fylla bílana sína.

Við verðum að finna olíu.

Þ.


Kamel-mjólk beint úr spenanum og fleiri heimsborgarastig

Ég komst út í eyðimörkina í gær. Ég var mikið að spá í það hvernig ég kæmist út í alvöru eyðimörk þ.s. ég sæi bara sand og kannski einstaka kameldýr, og spurðist fyrir niðrí vinnu. Auðvitað var þarna einn Indverji sem hefur búið hér í 13 ár, sem vildi ólmur fara með mig.

Hann pikkaði mig upp og við lögðum af stað rétt um 1700. Þegar maður er í miðbæ Riyadh þá er alltof seint að leggja af stað kl 1700 ef maður ætlar í eyðimörkina. Það var komið svarta myrkur þegar hann sagði loksins &#39;Jæja, þá erum við komnir&#39;. Ég held að hann hafi misskilið þetta eitthvað aðeins. Vissulega var allt svart til hægri og til vinstri, en við vorum rétt búnir að taka bensín þ.a. það var kannski kílómetri í bensínstöðina og svo sá maður greinilega ljós framundan og við vorum stopp á miðri hraðbraut.

Sem betur fór rákumst við á kameldýr og 3já hirðingja. Ég stökk út með myndavélina og fékk leyfi til að taka myndir af dýrunum og þeim sjálfum. Fyrr um daginn kom lítið kamelkríli í heiminn og nú á ég myndir af þessu öllu. Hirðarnir voru líka upp með sér og ánægðir að ég vildi endilega smakka hjá þem kamelmjólk, þ.a. þeir stukku til og mjólkuðu í skál fyrir mig. Merkilega góð og mun léttari en kúamjólk og ekki eins bragðmikil svona beint úr spena. Kom reyndar á óvart. Ég tók líka nokkrar myndir af þeim og sýndi. Það var í fyrsta sinn sem þeir sáu mynd af sjálfum sér. Enginn hafði tekið mynd af þeim áður, hvað þá sýnt þeim hana. Einn af þessum hirðum var gutti á aldur við Spiderman I. Sá hefur aldrei farið í skóla og mun aldrei fara í skóla. Hann verður kamelhirðir þegar hann verður stór.

Þeir voru svo upp með sér að þeir vildu fara að slátra kálfi og grilla og gefa okkur. Ferðafélagi minn afþakkaði það að mér forspurðum, sagði mér það bara þegar við vorum á leiðinni í bílinn aftur. Ég hefði alveg verið til í að bíða í 2 tíma og fá grillaðan kamel... en eftir á að hyggja þá hefði það kannski lagst á samviskuna því þeir vildu endilega bjóða þetta og þar af leiðandi gætu þeir ekki selt kjötið. Þeir geta fengið um 1.000 SAR fyrir kálfinn á markaði sem dugar þeim og fjölskyldum þeirra í marga mánuði. Kamelhirðarnir flakka á milli markaða og hátíða um allt landið (og þetta er stórt land), búa í eyðimörkinni undir berum himni (smella kannski upp stöku tjaldi). Ég fékk að sitja með þeim í smá stund við varðeldinn og njóta þess að vera kamelhirðir.

Félagi minn var líka búinn að lofa mér að rúnta aðeins um og sýna mér borgina í bakaleiðinni. Þegar hann var að keyra í 4ða sinn framhjá sama mollinu ákvað ég bara að biðja hann að skutla mér í bæinn. Honum fannst semsagt merkilegast að keyra hraðbrautina fram og til baka... eitthvað sem ég geri á hverjum degi hérna. En það var þess virði.

Þ. 


'Froggy'

Ég var búinn að ræða þetta með umferðarmenninguna. Ekki nóg með að þeir keyri eins og bavíanar hérna og svíni á allt og alla, þá mætti halda að það væri sérstakt áhugamál að reyna að keyra niður gangandi vegfarendur. Gangandi vegfarendur eiga engan rétt í þessu landi. Það er ekki mikið um gangstéttar nema á einstaka breiðgötum (alls ekki öllum) þ.a. maður er alltaf hálfur út á götu. Ef það eru gangstéttar þá er ekki hægt að labba á þeim fyrir trjám eða einherjum framkvæmdargirðingum og steypuklumpum.
Þegar maður þarf að fara yfir götu hér í Riyadh, sem er ekki óalgengt, þarf maður að gera annað tveggja:
a) Labba óravegalengdir upp með götunni (ekki endilega á gangstétt) og reyna að finna umferðarljós. Þau eru til og það er hægt að hlaupa (hratt) þar yfir. Eins hef ég séð 2 loftgöngubrýr yfir eina af stærstu æðunum hérna. Það er yfirleitt mjög langt á milli þessara staða þ.s. maður getur farið yfir götu á &#39;löglegan&#39; hátt. Þess vegna notar maður oftast b)
b) Taka Froggy á þetta. Froggy (fyrir þá sem ekki vita) er gamall tölvuleikur sem gengur út á það að koma frosk heilum og höldnum yfir umferðargötu. Þetta er svolítið þannig. Maður stendur og bíður og nýtir svo rétta tækifærið þegar fáir bílar bruna og stekkur af stað. Þá er eins gott að vera snöggur.

Annars er ég spenntur fyrir deginum. Í dag eða seinnipartinn, er stefnan sett á eyðimörkina. Auðvitað er ég staddur í miðri eyðimörk þannig, en ég meina svona &#39;bara sandur&#39; eyðimörk. Ég er alveg til í að sjá það. Það er Indverji í vinnunni sem bauð mér að koma með sér í bíltúr eftir vinnu í dag (reyndar ætluðum við í gær en hann tafðist í vinnunni). Hann er í vinnunni en ég er í fríi þ.a. ég bíð spenntur eftir símtali. Ég veit ekkert hvert við erum að fara eða hvað við erum að fara að gera en það verður svona &#39;semi-local&#39; af því að hann er náttúrulega innflytjandi. Hvað gera Indverjar á kvöldin í KSA? Hann ætlaði líka að rúnta aðeins með mig um nágrennið, sem verður tilbreyting frá þeim labbitúrum sem ég er vanur að taka í kringum hótelið.

En - frí í dag og það er ljúft

Þ.


Cameldýr og fleiri brandarar úr sandinum...

Við keyrðum næstum niður Cameldýrahjörð á leiðinni í vinnuna í morgun. Það verða alvarleg slys þegar menn keyra niður hreindýr og hesta heima... hvað gerist ef maður keyrir á Cameldýr? Við sluppum þó. Annars er umferðarmenningin hér ekkert venjuleg, ég hef aldrei séð annað eins. Menn hika ekki við að keyra utan í hvern annan til að komast framfyrir í röðina. Við lentum í því í dag líka. Spegillinn mín megin rétt hékk á eftir nuddið. Svo blóta menn bara og halda áfram. Sjitt hvað þetta er bilað lið. &#39;Note to self&#39; - ekki taka bílaleigubíl í KSA.

Annars var þetta bara enn einn dagurinn í vinnunni - 36 stiga hiti og ég inni á skrifstofu... eða vöruhúsi öllu heldur.

Ég tók frídag í gær, sunnudag, og hitti ME. Við tókum eina túristann á þetta og fórum upp í Kingdom Tower 99, hæðir og göngubrúin er útsýnispallur (ef þið googlið þetta). Við ákváðum svo að taka kaffi á restúrantinum þarna uppi og sátum fram í myrkur. Þannig náðum við útsýninu bæði í björtu og í myrkri - frekar flott. Á neðstu hæðunum er moll. 3jár hæðir af merkjavörum aðallega. Þetta er bara svipað og annars staðar, lyfta fyrir konur og lyfta fyrir hina, konur standa öðrum meginn í röð og karlar hinum megin, það eru engir mátunarklefar því það er bannað, osfrv. Það sem var eiginlega merkilegast var að 3ja hæðin í mollinu var bara fyrir konur. það var ekki takki í karlalyftunni fyrir 3ju hæð og rúllustigarnir komu bara niður. Sjitt hvað þetta er bilað lið.

Við enduðum svo á tyrkneskum restúrant ekki langt frá hótelinu, í frekar góðum og fáránlega ódýrum mat, ca ISK 1.500 fyrir okkur báða með bjór (HAHAHA). Annars finnst mér bjórbrandarar ekki fyndnir þessa dagana.

Ég ákvað að fara aftur á þennan stað í dag, taka bara eitthvað annað. Byrjaði á því að heilsa karlinum sem sér greinilega um þjónana hressilega og fékk sama borð og í gær. Bað þá svo bara að velja fyrir mig. Þegar hann spurði svo hvort ég vildi eitthvað að drekka og pantaði Pepsi, spurði sá gamli &#39;Are you driving tonight, sir?&#39; - sumir hafa húmor fyrir þessu. Endaði svo suddalega saddur í tyrknesku kaffi (í annað sinn sem ég fæ það hérna - mæli með því) og borgaði SAR 22 fyrir allt draslið (ca 10-15 ódýrara en Pizza Hut). Á leiðinni til baka labbaði ég svo framhjá nýju uppáhalds búðinni minni, bakarístertukonfektmolabúð. Ertu ekki að grínast. Ég verð í þessu. 

Þ.


Handóverdei og hittingur í KSA

Þá eru komnir 2veir vinnudagar. Reyndar er fimmtudagur bara hálfur vinnudagur í KSA og frí á föstudögum (bænadagur) en ég ákvað samt að taka vinnuna. Asnalegt að koma alla þessa leið og fara svo bara í frí eftir 4 eða 5 tíma í vinnunni.

Fimmtudagurinn var svokallaður &#39;handóverdei&#39; þ.s. ég hitti &#39;kollega&#39; frá UK og hann reyndi að setja mig inní hlutina. Ég held að það hafi allaveganna gengið ágætlega. Við vorum reyndar til að verða 3jú en flestir aðrir voru farnir milli 12 og 13. Það var ágætt að hafa fyrsta daginn sæmilega stuttan eftir aðeins um 3ja tíma svefn.
Ég komst að því að Sádinn er í miklum minnihluta á þessum vinnustað og þeir gera ekki neitt, eða allaveganna mjög lítið. Það er mikið af Indverjum í verkstjórnarstöðum og aðallega Filipínar í vöruhúsavinnunni. Það er ekkert mál að fá þá til að vinna þó að Filipínarnir skilji ekki mikið og tala minna. Indverjarnir eru ágætir sumir hverjir en Sádarnir eru bara í ruglinu. Ef það eru mál sem þeir eiga að sjá um þá tekur það endalausan tíma til að fá þá til að átta sig á því að það er á þeirra ábyrgð að framfylgja verkunum og þó þeir séu komnir með það á hreint þá gerist ekki mikið. Stór hluti af vinnunni minni fer því í það að reka á eftir liðinu í að gera það sem þarf að gera.
Fimmtudagar eru líka fjölskyldudagar í mollunum og á fleiri stöðum. Við ætluðum að fá okkur snarl eftir vinnu í molli sem er hér rétt hjá hótelinu en fengum ekki inngöngu fyrr en eftir langt tuð og gefin loforð um að hlaupa beint upp á 3ju hæð, éta og út aftur (tókst við inngang 3jú). Þegar við svo komumst inn þá byrjaði bænatíminn. Þá er ekkert múður, þeir loka bara öllu í 30-50 mínútur. Svo við biðum en fengum svo loks mat.
Eftir mat var aðeins rölt um en svo fór ég í það að reyna að vekja vin minn ME sem kom með flugi snemma um morguninn. Ég var nú eiginlega sofnaður sjálfur þegar hann loksins svaraði. Það er merkilegt að hitta vin sinn í Riyadh. Auðvitað var farið út á lífið (eins langt og það nær í KSA) og ákveðið að hittast á sunnudaginn. Á sunnudaginn ætla ég að taka frí.

Föstudagur er venjulega frídagur en ég mætti, enda vildi ég láta sjá mig á staðnum svona nýkominn og það var von á sérfræðingi til að rannsaka stærsta vandamálið í húsinu sem er mér þannig séð óviðkomandi og það er opnun á búð á sunnudaginn og vörurnar þurfa að komast út úr húsinu og ég vildi tryggja það. Fyrri hluta dags var ég með þeim sem kallast vöruhúsastjóri (hann byrjaði fyrir 10 dögum og hefur aldrei séð kerfið). Aðeins að fara yfir &#39;beisik&#39;. Það voru ekki margir í vinnunni í dag en nóg samt þ.a. maður stoppaði eiginlega ekki og þegar það var ljóst að það stæði tæpt að ná því að koma vörunum út fyrir nýju búðina út af þessu fyrrgreinda &#39;aðalvandamáli&#39; þá endaði það með því að ég var ekki farinn fyrr en kl 19. Sem er svolítið langur dagur þegar maður náði bara rúmlega 4ra tíma svefni nóttina áður og 3ja tíma svefni nóttina þar áður. En þegar ég kom á hótelið sá ég að allt hafi verið afgreitt og allir kátir, þ.a. það var gott að ég gat aðstoðað aðeins.
Reyndar byrjaði ég á því að skipta um herbergi þegar ég kom upp á hótel. Fyrra herbergið, 127 ef einhver man eftir því úr 5ta bekkjar ferðinni um árið - var illa lyktandi af reykingarstybbu auk þess sem reykt var á hæðinni. Ég skipti því yfir í reyklaust herbergi. Það er smá munur en ekki mikill. Ég er viss um að þeir reykja hérna líka.
Efir að hafa spjallað heim nokkra stund, fór ég á röltið og fékk mér kvöldsnarl. Það eru eiginlega bara flottir ressar hérna eða skyndibiti. Skyndibitinn varð því fyrir valinu en tók þó sénsinn á innlendri keðju í þetta sinn sem seldi nanbrauð (stærsta nanbrauð sem ég hef á ævinni séð). Þegar ég var búinn og ætlaði að rölta mér út fannst mér skyggnið heldur lélegt. Það sést varla milli húsa núna. Ekki þoka því hér er enginn raki og ekki snjór því hér er of heitt... sandur. Sandurinn fýkur um allt... og inn um óþéttan gluggann minn... sem er ekki kostur.

Jæja, ætla að reyna að ná allaveganna 5 tíma svefni í nótt (þ.a. það sé stígandi í þessu)

Þ.


Riyadh - höfuðborg Sádí Arabíu - heimili mitt næstu 3jár vikurnar

Þá er brandarakeppnin hafin. Karlinn kominn til Riyadh í Sádí Arabíu. Frekar skrýtin tilhugsun en staðreynd.

Ferðalagið hófst í stórhríð (á köflum) í KEF og dags stoppi í London. Það var ágætt að geta fyllt á tankinn í London (höfuðborg Kína) og eyða degi í 16 stiga hita og logni og blíðu með tjallanum. Morguninn eftir var svo lagt í langferðina.

Flugið var frekar leiðinlegt, þröng vél, vondur matur, lélegt &#39;enterteinment&#39; og þar fram eftir götunum... en hátíð miðað við það sem koma skyldi. Það er semsagt engin lygi að þeir láta mann finna fyrir því hver ræður þegar maður fer í gegnum &#39;immigreisjon&#39; hérna í Sádí. Endalausar raðir af fólki að reyna að komast inn í landið og ég þar á meðal með alla mína pappíra útfyllta. Ég ætlaði fyrst að fara í &#39;först tæm arrævals&#39; röðina en sá fljótlega að enginn úr minni vél var þar og sú röð var lengst og í henni voru bara Pakistanar og Indverjar. Ég var því snöggur að skutla mér í röðina með vesturlandabúunum. Röðin silaðist... hægt... mjög hægt, og eftir rúman klukkutíma þegar ég var ca 5ti í röðinni, fór gæinn í tékkinu bara. Hann var reyndar búinn að vera meira í því að senda sms í símanum sínum en að afgreiða en hann hafði samt afgreitt nokkra. Svo kom enginn í staðinn næstu 45 mínúturnar og maður stóð bara þarna. Á tímabili var enginn að afgreiða. Svo horfði maður uppá þessa smákónga henda saklausum lýðnum aftast í næstu röð þegar þeir voru við það að fá afgreiðslu. Eins voru sumir þeirra með eitthvert raða &#39;fettiss&#39; og voru endalaust að skipa mönnum að fara lengra til hægri eða vinstri. Ótrúlegt að horfa uppá þetta. Að lokum kom einhver öskrandi þarna að röðinn minni og kallaði &#39;Vísa, vísa, först tæm vísa&#39; og ég passaði mig að segja ekki neitt því ég vildi ekki fara í &#39;först tæm&#39; röðina eftir að hafa staðið þarna í 2vo tíma... á endanum tók hann passann og henti mér framfyrir röðina þ.s. einn sá pirraðasti sat... sjitt... var það eina sem ég hugsaði. En viti menn... hann stymplaði mig inn, tók ekki mynd og ekki fingraför og leit ekki á &#39;bordingkartið&#39; sem ég var búinn að fylla samviskusamlega út...
Afhverju þessi bið þá?

Allaveganna, út úr flugstöðinni fór ég og beint í hraðbanka og beint í SIMmkortið og einhvers staðar þarna á milli var ég líka kominn með leigubíl...
Umferðarmenningin er sérstök en þetta var eðalbílstjóri sem skutlaði mér upp að dyrum og lýsti fyrir mér því helsta sem fyrir augu bar. Sem er kostur. Annar kostur (eða ekki) þá vildi hann endilega fá í vörina hjá mér líka, sem var auðsótt en ég lánaði honum ekki snudduna samt. Fljótlega var hann farinn að rymja ógurlega og líklega lá honum á að komast á klósettið því hann keyrði eins og fjandinn síðasta spottann.

Hótelið lítur vel út. Stórt herbergi og allt hið snyrtilegasta. Það er hægt að horfa á bíómyndir með arabískum texta og fá sítrónute á hótelbarnum. Nettenging í fínu lagi og ekkert mál að &#39;kommjúnikera&#39; við heimalandið.

Vinnan byrjaði svo í dag... eftir 4ra tíma svefn og langt ferðalag... óborganlegt... meira um það síðar.

Þ.


Afhverju getur þú ekki sagt 'pabbi' ??

Spiderman II getur ekki sagt pabbi. Hann er reyndar ekki mjög málgefinn en hann segir mamma og snudda og ís og uss og ... margt fleira, en ekki pabbi. Afhverju getur þú ekki sagt &#39;pabbi&#39;?
Svo er ég náttúrulega alltaf að reyna að æfa hann í þessu:
Ég: Segðu pabbi
SII: mamma
Ég: Nei, pabbi
SII: mamma
osfrv.

Maður getur nú verið sár. Ég er kominn á það að segja &#39;Segðu pabbi, alveg eins og voffi&#39; - voffi hjá Spiderman II er &#39;BhaBha&#39; og ótrúlega líkt pabbi, finnst mér allaveganna. Ég er semsagt í sama flokk og hundarnir. Sem er samt ágætt þegar maður hugsar út í það. Eru ekki allir litlir krakkar vitlausir í hunda?

Táknmál er eitthvað sem Spiderman II hefur tileinkað sér. Við höfum ekki verið að hvetja hann til þess eða kenna honum tákn en hann hefur búið sér til sitt eigið tungumál. Við berum kannski ábyrgð á því að hann heldur þessu áfram því við viljum fyrir alla muni skilja hvað drengurinn er að fara. Það eru nokkur tákn sem eru lífseigari en önnur eins og afi, sími, drekka, pabbi rakar sig (nýtt), Latibær ofl. En afhverju er ekki til tákn fyrir &#39;pabbi&#39;?

Spiderman II segir ekki pabbi og hann á ekki tákn fyrir &#39;pabbi&#39;

Þ.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband