Ansi langt síðan síðazt...

Jæja kæru lesendur... nú er ansi langt síðan síðasta færsla var vistuð á þessu blog-svæði. Það er bara mikið búið að mæða á karlinum og hann hefur ekki verið í stöði eða aðstuðu til að skella hugsunum sínum og reynslu á veraldarvefinn fyrr en nú.

Þannig er málið vaxið að ég ákvað að skipta um vinnu aftur. Já nú eru margir hlessa, en svona atvikaðist það nú bara. Ég tók þá ákvörðun að ganga til liðs við mína gömlu félaga hjá Nobex og er því kominn í vöruhúsagírinn minn aftur. Þessi vinnuskipti hafa tekið að mestu alla mína hugarorku það sem af er ári og einhver leynd lá yfir þessu líka og því var erfitt að halda uppi blog-i án þess að minnast á þessi stórtíðindi - því ákvað ég að blog-a ekki neitt.

Bött æm bakk... og ætli ég reyni ekki að bisast við að setja inn eina og eina færslu næstu vikurnar.

Ég ætla ekki að tjá mig mikið um gengi landsliðsins í hópglímu eins og vinur minn kallar það en við spyrjum að leikslokum. Ég er nefnilega ekki viss um að við séum úr leik enn þá. Ég held að þetta hafi verið eins konar skotgildra hjá þjálfaranum... gera andstæðingana værukæra og sigurvissa til að tryggja 2 stig áfram í milliriðla... ræt...

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband