Skvísan eins og klettur í vörninni

Aðra helgina í röð var farið á knattspyrnumót og núna með skvísuna. Breyting á farþegalistanum... ALLIR með og þvílíkt stuð.

Spiderman I og II voru með okkur gömlu í kúlutjaldinu - djók - í sveitagistingu á frábærum stað (http://www.keldudalur.is/) rétt fyrir utan Sauðárkrók á meðan skvísan lá í hrúgu með liðinu í skólastofu. Reyndar er það líklega mest spennandi við þessar ferðir að losna við okkur gömlu.

Fyrsti leikur kl 0900 á laugardagsmorgun og veðurstofa Íslands laug að öllum. Góða skapið var samt með í för og karlinn fékk það hlutverk að stýra liðinu. Karlinn stýrði reyndar liðinu alla helgina því Haukarnir mættu með svo mörg lið að þjálfarinn náði ekki að sinna þeim öllum í einu. Og djö... stóð hann sig vel :)

Þetta byrjaði ekki vel. Tap í fyrsta leik og sumir huxuðu 'nú nú, verður þetta svona mót' en með breyttu leikskipulagi og frábærum 'pepp' ræðum var liðið rifið upp úr öldudalnum og næstu tveir leikir unnust auðveldlega. 4ði leikur tapaðist á algerum klaufaskap þ.s. mínar lágu í sókn en nýttu ekki færin og í stöðunni 1-1 og mínúta á klukkunni ákváðum við að gefa eitt. Ömurlegt. En eins og stórliðum sæmir rifum við okkur upp í síðasta leik og enduðum daginn á sigri sem var sálfræðilega mikilvægt.

Skvísan óx í leik sínum með hverri mínútunni. Hennar staða á vellinum er í vörninni og þær eru ekki margar sem fara framhjá henni. Þar fyrir utan er hún farin að taka upp á því að stýra samherjum sínum, skipa fyrir og hvetja. Sannur fyrirliði. Og af því að karlinn var á línunni þá fékk hún nokkrar mínútur í nokkrum leikjum í sníkjunni og var SVOOOO nálægt því að skora.

Seinni dagurinn var æðislegur. 22 stiga hiti og sól og frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunnar. Stelpurnar mínar voru í 4ða-5ta sæti eftir fyrri daginn og áttu bara 2vo leiki seinni daginn (hefðu verið í 3ja með jafntefli í klúðursleiknum). Þetta var vitneskja sem karlinn hafði ekki fyrir leik. En hvað um það. Fyrri leikurinn endaði í markalausu jafntefli við liðið sem var í sama sæti en þær fóru bara einu sinni yfir miðju. Seinni leikurinn var mikið þægilegri blóðþrýstingslega séð, 5-0 sigur og það á liðinu sem var í 2ðru sæti.

Lokaniðurstaða var 4ða sæti. Frábær árangur en grátlegt að hafa klúðrað þessum 2veim leikjum sem hefðu skilað liðinu í 2nnað sæti.

Frábær helgi, frábær félagsskapur og frábærar skvísur...

Þ.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband