2007-01-24
Sjónvarpið dó
Sjónvarpstækið mitt tók uppá því að deyja í miðjum barnatíma í gær. Allt svart. Ekkert hljóð. Vá hvað ég er feginn að það gerðist ekki á mánudaginn... þá hefði ég sennilega panikkað ansi illa.
Það var því skrítin stemning á heimilinu í gær. Krakkarnir gátu ekki suðað um 'dabbatíma' sem var ákveðin tilbreyting. Það sem var skrítnara var að þegar sílin voru komin í ró 'þurftum' við hjónin allt í einu að láta okkur nægja félagsskap hvors annars. Allt í einu sátum við á virku kvöldi í mirkrinu og þögninni og þurftum að spjalla saman því engin var afþreyingin. Það var að vísu notarleg stund. Ég eyddi mestum tíma á MSN með vinunum og konan var að mestu í símanum að tala við einhvern annan... samt, við náðum smá spjalli um stöðu mála.
Ef HM væri ekki gangi, eða réttara, ef strákarnir hefðu ekki unnið Frakka á mánudaginn þá væri ég ekkert að flýta mér að fjárfesta í nýju tæki... myndi sennilega láta reyna á samskiptahæfileika fjölskyldumeðlima fram yfir mánaðarmót. Staðan er hins vegar sú að ég get ekki hugsað mér að missa af leikjum íslenska liðsins næstu 5 daga og því stefnir allt í það að ég verði hreinlega að taka langan löns og versla mér eitt stykki sjónvarp.
Þ.
Athugasemdir
Sæll, frændi.
Nú ertu kominn í blogg-rútínu-skoðunar-rúntinn hjá mér!
Bkv.
Þráb
Þráinn Árni Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.