2007-01-25
Tóm hamingja
Búið að redda þessu. Tók mjög langan löns í vinnunni í gær og reddaði sjónverpli. Mig langaði í ákveðna týpu en skynsemin hafði betur í slagnum aldrei þessu vant. 300 þúsund króna LCD tækið bíður því enn um stund. Datt hins vegar niður á ágætis verpil af gömlu gerðinni og af því að ég hef pláss þá sá ég ekkert því til fyrirstöðu að spara mér 250 þúsund. Tækið er allt hið vandaðasta og í góðri stærð. Ég er enn að rída fokking manúalinn en náði samt að stilla það þannig að horfandi var á í gær. Þetta getur verið ansi flókið þegar maður er farinn að hafa meiri völd en bara yfir birtu, hljóði og lit eins og var á gamla tækinu. Nú getur maður ráðið hvort fólk er feitt eða mjótt, blörrý eða skírt, hálfan texta eða allan textann (skil ekki þann fídus) ofl. ofl. Mestu máli skiptir að landsliðinu gengur ljómandi vel í nýja tækinu líka og hefur reyndar ekki tapað leik í því og þar að auki þurfum við konan ekki að tala svona mikið saman.
Að lokum vil ég geta þess að froskar anda líka með húðinni...
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.