Eitt og annað um hitt og þetta

Helgin að skríða inn og ekki eðlileg dagskrá framundan...

Helgin byrjaði eiginlega í dag því allar uppeldisstofnanir í Hafnarfirði voru lokaðar vegna skipulags - og ég verð að segja að ekki veitir af í okkar tilfelli... Var ég því með sílin heima í morgun en mætti samt með þau á Þorrablót í hádeginu í vinnunni. Krakkarnir fengu svo að fara í 'mömmuvinnu' að kryfja smokkfisk og ég held að það hafi verið meira spennandi en súru pungarnir í vinnunni minni. Sko maturinn. Að lokum verður svo hittingur hjá mömmu í lambi og á ég ekki von á öðru en að velta þaðan út.

Á morgun er á dagskránni þetta venjulega, ballet og íþróttaskóli, en því til viðbótar er nýjasta frænka mín að fá nafn. Ég geri ráð fyrir því að frændi minn sjái sér sóma í því að borga mér til baka og skíra dótturina 'Þórir' - meira af því síðar. Laugardagskvöldið er laust ef einhver nennir að passa... gæti vel huxað mér að detta í bíó.

Sunnudagurinn... já sunnudagurinn... dagurinn sem maður bíður eftir að geta legið með bumbuna uppí loft en fær sjaldnast. Meiriháttar bílskúrsframkvæmdir framundan. Já það þarf að fara með gamla sjónverpilinn á haugana ásamt gömlum tölvuskjá og prentmaskínu. Það eitt og sér væri í lagi en það þarf líka að flokka og telja dósir og fara með pappakassana utan af öllum jólagjöfunum og fleira rusl á Sorpu. Þar fyrir utan er töluvert síðan gengið var almennilega frá öllu draslinu í skúrnum og það liggur á mér að taka almennilega til. Stelpan er svo að fara í leikhús með æskuvinkonu sinni. Kommon!! hún er ekki orðin 7ára og hún á æskuvinkonu...

Inná milli verð ég svo í spennukasti að horfa á okkar menn rúlla Slóvenunum upp á laugardaginn og Þjóðverjum á sunnudaginn - ég hef fulla trú á að við vinnum báða þessa leiki - og þið megið alveg brosa út í annað en munið bara að ég spáði íslenskum sigri gegn Frökkum.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, já ekkert mál að segja eftir á að maður hafi spáð sigri gegn Frökkum. Ég gerði það hins vegar fyrirfram þar sem það var ljóst allan tímann að þessir Frakkar væru pappakassar. Ég held hins vegar að við vinnum Slóvena en töpum fyrir Þýskurunum. Bíð með frekari spádóma þangað til maður veit hverjir verða mótherjar í kvarterfínalnum. Maður er búinn að kaupa sér aðgang að einhverri netsíðu sem sýnir þetta beint þar sem Kaninn er ekki mikið í Handboltanum. Videosport.com er það víst.

Vona að þú skemmtir þér vel í þessari tiltekt um helgina kæri vinur, get ekki sagt að ég öfundi þig enda hef ég outsoursað allri meiriháttar tiltekt til Mexico. Ég get spurt Juliettu fyrir þig hvort hún sé með útibú í Grindavík.

 punginn á þér,

EB

EB (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 00:09

2 Smámynd: Þórir Steinþórsson

takk fyrir kveðjuna...

verð að benda þér á tímasetningu færslunnar um Frakkakassana... annars verð ég að viðurkenna að ég var ekki búinn að sjá skotgildruna hjá Fredda búnti - þetta með að tapa fyrir germönunum (hvað er með greiðsluna á þessu liði? er Gylfi ekki að standa sig þarna úti?) til að fá danska fleskið og svo áfram til að taka pólska í gegn ellegar rússkí...

Þ.

Þórir Steinþórsson, 29.1.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband