2007-01-31
þrátt fyrir svekkelsi...
Þrátt fyrir allt svekkelsi verður maður að halda áfram.
Handboltalega séð þá er leikur á morgun við rússkí. Þetta verður svona rugl leikur og við vinnum 33 - 25.
Annars (fyrir utan allt svekkelsi) þá er allt í ljómanum sómanum. Ég náði ekki að klára tiltektina í bílskúrnum og fæ enn að heyra af því hversu latur ég geti eiginlega verið. Fór samt eina sorpuferð en á aðra eftir. Það vildi svo til að tölvukerfi sorpu var niðri um það leiti sem ég mætti á sunnudaginn og því ekkert gagn í því að fara með flöskur og dósir. Eins eru þeir svo illa settir að það er ekki tæmt hjá þeim á sunnudögum og þ.s. flestir eru í því að taka til um helgar af því að flestir vinna virka daga (ekki þeir sem eru í Kringlunni og Smáralind í nóvember og desember) eru gámarnir og pressurnar þeirra mjög fljótlega fullar og ónothæfar. Ég var því beðinn að henda mínu bagganlega rusli í gám merktum grófu rusli. Venjulega er maður yfirmáta stressaður yfir því að flokka þetta drasl og setja í marga poka og kassa til að allt sé nú gert rétt því annars er maður húðstrýktur af starfsmönnum sorpu sem hella sinni andlegu öskutunnu yfir mann ef maður setur óvart einn pappakassa í bagganlegt í stað þess að setja hann í bylgjupappapressuna... er þetta stress þá bara að óþörfu ef maður má setja ruslið sitt hvar sem er þegar allt er fullt? Er bara verið að spila með okkur? Fer þetta hvort eð er bara í eina hrúgu hjá þeim í lok dags? Ég veit ekki... en ég ætla allaveganna ekki að vera að stressa mig of mikið hér eftir og setja öll vafaatriði bara í pressuna eða sem betra er, gróft rusl.
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.