2011-03-18
Afhverju getur þú ekki sagt 'pabbi' ??
Spiderman II getur ekki sagt pabbi. Hann er reyndar ekki mjög málgefinn en hann segir mamma og snudda og ís og uss og ... margt fleira, en ekki pabbi. Afhverju getur þú ekki sagt 'pabbi'?
Svo er ég náttúrulega alltaf að reyna að æfa hann í þessu:
Ég: Segðu pabbi
SII: mamma
Ég: Nei, pabbi
SII: mamma
osfrv.
Maður getur nú verið sár. Ég er kominn á það að segja 'Segðu pabbi, alveg eins og voffi' - voffi hjá Spiderman II er 'BhaBha' og ótrúlega líkt pabbi, finnst mér allaveganna. Ég er semsagt í sama flokk og hundarnir. Sem er samt ágætt þegar maður hugsar út í það. Eru ekki allir litlir krakkar vitlausir í hunda?
Táknmál er eitthvað sem Spiderman II hefur tileinkað sér. Við höfum ekki verið að hvetja hann til þess eða kenna honum tákn en hann hefur búið sér til sitt eigið tungumál. Við berum kannski ábyrgð á því að hann heldur þessu áfram því við viljum fyrir alla muni skilja hvað drengurinn er að fara. Það eru nokkur tákn sem eru lífseigari en önnur eins og afi, sími, drekka, pabbi rakar sig (nýtt), Latibær ofl. En afhverju er ekki til tákn fyrir 'pabbi'?
Spiderman II segir ekki pabbi og hann á ekki tákn fyrir 'pabbi'
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.