Cameldýr og fleiri brandarar úr sandinum...

Við keyrðum næstum niður Cameldýrahjörð á leiðinni í vinnuna í morgun. Það verða alvarleg slys þegar menn keyra niður hreindýr og hesta heima... hvað gerist ef maður keyrir á Cameldýr? Við sluppum þó. Annars er umferðarmenningin hér ekkert venjuleg, ég hef aldrei séð annað eins. Menn hika ekki við að keyra utan í hvern annan til að komast framfyrir í röðina. Við lentum í því í dag líka. Spegillinn mín megin rétt hékk á eftir nuddið. Svo blóta menn bara og halda áfram. Sjitt hvað þetta er bilað lið. 'Note to self' - ekki taka bílaleigubíl í KSA.

Annars var þetta bara enn einn dagurinn í vinnunni - 36 stiga hiti og ég inni á skrifstofu... eða vöruhúsi öllu heldur.

Ég tók frídag í gær, sunnudag, og hitti ME. Við tókum eina túristann á þetta og fórum upp í Kingdom Tower 99, hæðir og göngubrúin er útsýnispallur (ef þið googlið þetta). Við ákváðum svo að taka kaffi á restúrantinum þarna uppi og sátum fram í myrkur. Þannig náðum við útsýninu bæði í björtu og í myrkri - frekar flott. Á neðstu hæðunum er moll. 3jár hæðir af merkjavörum aðallega. Þetta er bara svipað og annars staðar, lyfta fyrir konur og lyfta fyrir hina, konur standa öðrum meginn í röð og karlar hinum megin, það eru engir mátunarklefar því það er bannað, osfrv. Það sem var eiginlega merkilegast var að 3ja hæðin í mollinu var bara fyrir konur. það var ekki takki í karlalyftunni fyrir 3ju hæð og rúllustigarnir komu bara niður. Sjitt hvað þetta er bilað lið.

Við enduðum svo á tyrkneskum restúrant ekki langt frá hótelinu, í frekar góðum og fáránlega ódýrum mat, ca ISK 1.500 fyrir okkur báða með bjór (HAHAHA). Annars finnst mér bjórbrandarar ekki fyndnir þessa dagana.

Ég ákvað að fara aftur á þennan stað í dag, taka bara eitthvað annað. Byrjaði á því að heilsa karlinum sem sér greinilega um þjónana hressilega og fékk sama borð og í gær. Bað þá svo bara að velja fyrir mig. Þegar hann spurði svo hvort ég vildi eitthvað að drekka og pantaði Pepsi, spurði sá gamli 'Are you driving tonight, sir?' - sumir hafa húmor fyrir þessu. Endaði svo suddalega saddur í tyrknesku kaffi (í annað sinn sem ég fæ það hérna - mæli með því) og borgaði SAR 22 fyrir allt draslið (ca 10-15 ódýrara en Pizza Hut). Á leiðinni til baka labbaði ég svo framhjá nýju uppáhalds búðinni minni, bakarístertukonfektmolabúð. Ertu ekki að grínast. Ég verð í þessu. 

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöfull hatar þú að gúffa í þig :)

Gaman að lesa þetta maður.

Lindi.

Lindi (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband