Sjitt hvað Sádinn er bilaður...

Það er merkilegt að koma inn í svona heim. Menningin og allt hérna er svo allt allt öðruvísi en maður á að venjast. Það er líka best að halda sig til hlés, því það fer tvennum sögum um hvað verður um menn sem brjóta hin múslímsku lög og siði. Sumir segja að það sé í góðu lagi að taka myndir hérna um allt en aðrir segja að maður lendi í fangelsi. Það er klárlega bannað að tala við konur og eins og allir vita og ég manna best, þá er ekki hægt að fá bjór hérna.

Sádinn er líka skrítinn með það að allt lokar á meðan bænatími er (sem er nokkrum sinnum yfir daginn). Þá loka þeir öllum búðum og öllum veitingahúsum og allt. Þú verður bara að bíða. Það truflar mig svosem ekki en það er skrítið samt að þeir eru ekki endilega að biðja á þessum tíma, ekki allir allaveganna og það sem fer í taugarnar á mér er að þessar reglur gilda ekki fyrir alla. Ég var að bíða um daginn eftir að komast inn á veitingastaðinn minn og í tvígang komu Sádar og rifu bara upp hurðina og löbbuðu inn.

Veitingastöðum er líka skipt í tvennt. Annars vegar er Famely zone og hins vegar Single. EKKI ruglast á því. Þetta á líka við um skyndibitastaði, þar er röð fyrir konur og röð fyrir karla. Einstaklingar mega heldur ekki fara í mollin á fimmtudögum og föstudögum því þá er famelyday. Það er ekki séns að komast inn þá. Við ME vorum í einu af sparimollunum hérna um daginn að skoða okkur um og ætluðum upp á 3ju hæð. Mér fannst reyndar skrítið að rúllustigarnir komu bara niður, þ.a. við tókum lyftuna. Auðvitað er karlalyfta og konulyfta og í karlalyftunni var ekki takki fyrir 3ju hæð. Hæðin var bara fyrir konur. Á leiðinni í vinnuna er svo heilt moll sem er bara fyrir konur. Segið svo að konur megi ekki neitt hérna suðurfrá.

Allir Sádar klæðast hvítum náttserkjum og eru með viskastykki á hausnum og allar konur eru í búrkum. Einstaka konur eru einungis með slæðu en að öðruleiti svartklæddar, fleiri eru þó alklæddar þannig að það sést ekki einusinni í augun á þeim en flestar eru algerlega huldar fyrir utan augun. Ég hef séð eina konu hérna sem er ekki svona klædd. Hún var reyndar í svörtu og síðu en ekki með slæðu... en hún var frá austur asíu. Annars er megnið af fólkinu hérna innflytjendur, mikið frá Indlandi, Egyptalandi, Filipseyjum og Pakistan. Þetta er fólkið sem vinnur alla vinnuna hérna. Sádarnir eru margir í vinnu en þeir vinna yfirleitt ekki. Það þarf bara að ráða þá í stjórnunarstöður svo þú fáir starfsleyfi. Einfalt. En þegar ég tala um fólk þá sér maður bara karla.

Ég spái því annars að Sádarnir verða bráðum feitasta þjóð í heimi. Þeir éta ekkert annað en skyndibita. Það er alveg merkilegt. Þegar maður spyr hvort það séu ekki einhverjir ressar hérna þá benda þeir á MikkiDís og PizzaHothothot. Þeir raða þessu í sig og þar sem það er bannað að klæðast nokkru öðru en náttserknum, þá eru þeir ekki mikið í því að fara út að skokka. Það sorglega við þetta er að Pizza Hut er allaveganna 2x dýrara en Tyrkneski staðurinn minn. Þetta lið er sjúkt. Þetta er meira að segja þannig að það eru 'drævþrú' hraðbankar hérna út um allt. Tja annað hvort er þetta sjúkt eða snilli.

Ég nenni ekki einusinni að ræða bensínverðið hérna... líterinn kostar frá ISK 6 til ISK 18, eftir því hvort þú ert í miðbænum eða ekki. Hvað er hann kominn í heima? 250? við fáum 2-3 lítra fyrir það sem þeir fylla bílana sína.

Við verðum að finna olíu.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband