Litli Pakistaninn sem reyndist vera Indverji

Í nokkur ár hef ég þurft vegna vinnunnar að vera í sambandi við Indverja. Indverjar eru verulega ill-skiljanlegir þegar þeir reyna að tala ensku og ég er líklega ekki vel skiljanlegur á indversku. Ég varð því fyrir vonbrigðum þegar ég kynntist litla vini mínum Pakistananum þegar ég kom hérna til KSA. Við vinnum mikið saman í þessu verkefni og ég á oft mjög erfitt með að skilja hann. Ég hélt að þetta væri bundið við Indverja... Löngu síðar, eða daginn sem úrslitaleikurinn í HM í krikket fór fram (síðasta lotan) kom í ljós að hann er Indverji eftir allt saman. Þetta er semsagt bundið við Indverja. Ég á bara mjög erfitt með að skilja þá tala ensku (eða annað tungumál).

Þessi nýi indverski vinur minn hefur hins vegar tvisvar boðið mér með í hádeginu að borða með félögum sínum. Venjan er að taka bara næsta vöruflutningabíl sem ekki er verið að hlaða eða losa akkúrat í hádeginu og skreppa í mat. Veitingastaðurinn gefur mörg heimsborgarastig. Þetta er svona Sádí/indversk 'ród-sjoppa' - verulega sjabbí en maturinn er góður. Það er hægt að fá þurrkaða gullfiska og allt. Auðvitað er borðað með hægri. Hvernig ætli það sé að vera örvhentur Indverji?

Hitastigið í KSA fer hækkandi... það er að koma sumar og þeir tala um allt upp í 60 gráðu hita á C þegar það verður heitast. Heitasti dagurinn hjá mér hefur verið 37 gráður skv. BBC en ég er viss um að það var heitara. Kosturinn er náttúrulega að það er nánast enginn raki... kostur eða ókostur? Maður svitnar ekki eins svívirðilega en maður þornar allur upp í augum, nefi og munni. Þetta er svona eins og stinga hausnum inn í bakaraofn á blæstri. Það blæs nefnilega svolítið þarna þar sem vöruhúsið er sem gerir það að verkum að það er mikið sand og rykfjúk.

Ég ákvað að taka brandarakeppnina á þetta um daginn og mætti í stuttbuxunum í vinnuna. Mér var vinsamlegast bent á að koma í buxum framvegis áður en aðrir færu að herma eftir mér. Þar að auki hefur mér verið bannað að vera í sandölunum!!! Hvað er það??? Sádinn er í náttfötum og sandölum allan daginn, afhverju má ég ekki vera í stuttbuxum og sandölum??? Reyndar vilja þeir meina að þetta sé öryggisatriði í vöruhúsinu og Sádinn fer náttúrlega ekki þangað inn hvort eð er. Ég er því farinn að hafa skóna með mér og skutla mér í þá þegar ég þarf að fara inn í hús.

Annars er búið að vera fínt í vinnunni, temmilega mikið að gera þ.a. dagurinn líður hratt og verkefnin oft mjög skemmtileg en það er erfitt að fá einhverju framgengt eða fá menn til að skilja að það þurfi virkilega að gera hlutina svo þeir lagist. Það er ekki fyrr en einhverjir toppar fara að æsa sig að eitthvað gerist. Sem er gott. Á meðan þeir eru ekki að æsa sig við mig.

Einn af gaurunum hérna á hótelinu (við erum allir á sama hóteli, ég og gaurar frá Q8 og Dubæ) tók bílaleigubíl, þ.a. nú er minna um leigubíla. Ég var nú búinn að lýsa umferðinni og ég gerði ekki ráð fyrir að það myndi ganga svona vel. Við höfum ekki enn lent í árekstri og við höfum kvatt hann til dáða að taka upp siði innfæddra (og innfluttra) og svína eins og andsk... og flauta og blikka. Það gengur alltaf betur og betur eftir því sem maður er ósvífnari.

Ég tók þá yfirveguðu ákvörðun eitt kvöldið að skella mér í klippingu hérna úti á horni. Þetta var frekar kómískt. Klipparinn var fínn og ég er bara sáttur við útkomuna en allan tíman á meðan hann var að klippa mig var hann að rífast við 2vo gamla karla sem greinilega voru fastir í stólunum á biðstofunni (ca 1,5m fyrir aftan mig). Eftir klippinguna fékk ég svo eitt öflugasta höfuðnudd sem ég hef nokkurn tíma fengið. Ég gat nú ekki annað en skellt uppúr en þetta var rosalega þægilegt. 20 SAR < 600 ISK.

Ég var líka að verða uppiskroppa með naríur og uppáhaldsboli (fyrir utan að ég hellti kaffi á vinnubuxurnar mínar) þ.a. ég fór með 1xBuxur, 2xskyrtur, 3xboli og 8xnærur í hreinsun. Tilbúið daginn eftir, straujað og fínt. 26 SAR (sjá verð á klippingu).

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband