Sádinn kveikti á tölvunni...

Jæja, þá er ég kominn aftur til Riyadh en verð bara í viku í þetta sinn. Það hefur svosem ekki mikið breyst hérna í KSA síðan síðast, nema sandurinn er heitari eins og góðvinur minn benti mér á. Ég veit að það er hálf asnalegt að kvarta yfir veðrinu eins og það er búið að vera leiðinlegt heima, en 38 stiga hiti og ekki sundlaug og ekki bjór og ekki skvísur í bikiníum... það er bara of mikið!!!

Það er sama brandarakeppnin í umferðinni, ég er aftur kominn í 'læf froggy', konurnar ganga enn í svörtu og karlarnir í náttserkjum og súkkulaði-gatan er til allrar hamingju, enn á sínum stað.

Annars held ég að ég hafi sett met þegar ég kom til landsins því ég þurfti bara 20 mínútur í 'immigreisjoninu'. Ég hef ekki heyrt af neinum sem hefur verið svo snöggur. Þeir tóku meira að segja fingraförin og mynd og allt og ég var aftast í vélinni og þ.a.l. síðastur út.

Vinnan er sú sama, ræs 0640 og taxi 0730 og mættur 0800 - vinna - aftur taxi um 1700 og kominn upp á hótel um 1800. Það merkilega hins vegar er að Sádinn er búinn að kveikja á tölvunni. Það er enn ekki vitað hvað hann gerir en það er allaveganna kveikt á tölvunni. Sádinn situr náttúrulega á efri hæðinni og þegar ég kom fyrst voru engar tölvur á borðunum þeirra (bara hjá Indverjunum). Þeir sátu bara við borðin og rifust á milli þess sem þeir töltu sér út undir tré á teppið sitt og reyktu og drukku te. Síðustu vikuna sem ég var hérna um daginn voru komnar tölvur á borðin þeirra en þeir voru ekki búnir að kveikja á þeim. Núna er Sádinn búinn að kveikja á tölvunni.

Á morgun er 'dey-off' og ég er búinn að plana ferð með Holam. Hann ætlar að sýna mér hinn merkilega hlutinn í Riyadh. Ef einhver efast um hinn merkilega hlutinn þá er það Kingdom Tower... hann er ansi flottur. Vonandi get ég sýnt ykkur skemmtilegar myndir á fléttismettinu eftir daginn á morgun ef ég næ þá að sofna út af brúðkaupinu sem er hérna á hótelinu, sjitt, þvílík læti og ekki alveg tónlistin sem ég hefði valið en þeir þekkja líklega ekki Megas eða Tom Waits hérna í KSA.

Leit mín að Camel-mjólk heldur svo áfram.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband