2007-02-06
Framkvæmdir framundan...
Já ég segi það satt... enn eru framkvæmdir framundan. Nú á að hespa því af að setja upp eitt stykki rennihurð. Til þess að vel sé þarf að flytja allt draslið úr TV holinu, rífa vegg í sundur, færa tvær rafmagnsdósir, smella hurðinni upp og stilla hana af, einangra vel, loka veggnum og gipsa og enda svo í spartsl- og málningarvinnu... Mikið hlakka ég til... Geri ráð fyrir miklum stuðningi við aðgerðirnar og einhverju fríi eftirá... það er samt aldrei að vita
Það er nú ekki búið að vera lítið ævintýri í kringum þessar hurðir. Á byggingarstigi var búið að panta allar 3jár hurðarnar en vegna einhvers ruglings fóru þær aldrei í framleiðslu þ.a. fallið var frá því að taka rennihurðaflekana. Loksins núna nýttum við okkur útsölurnar og smelltum okkur á fínan fleka en vegna þess að ég var búinn að ganga frá dyrunum varð að sníða flekann til. Einhver skilmisingur var milli búðarinnar og smiðanna sem áttu að klára hurðina þ.a. núna er hún búin að standa inni á verkstæði í á 4u viku. Það var ekki fyrr en í gær að ég fór í eigin persónu til að fara yfir þetta með þeim sjálfur að allt er klappað og klárt og hurðin verður tilbúin í dag eða á morgun. Gamli ætlar svo að koma í bæinn um helgina og aðstoða mig við uppsetningu. Það er þó eitt sem ég er búinn að læra á þessu byggingarferli öllu saman (þó ég virðist gleyma því jafnharðan) og það er að það gerist ekkert nema þú gerir það sjálfur og ef þú getur ekki gert það sjálfur þá þarf endalaust að ýta á eftir hlutunum og helst standa yfir mönnum á meðan þeir framkvæma þá.
Þ.
Athugasemdir
Sæll Granni, jú jú þú ert líka grannur!
Frúin þín missti útúr sér að þú værir farinn að blogga, en við þurftum sjálf að grafa upp slóðina.
Það eru semsagt skemmtilegheit framundan í framkvæmdum, hér er verið að leggja loka hönd á karmana.
KV EÚ
eva (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.