2011-05-27
Það er eitthvað við þessa 'Jutteborj'
Ég veit ekki hvað það er en mér líður rosalega vel hérna í 'Jutteborj'. Það er reyndar óþægilega dýrt að vera Íslendingur í útlöndum, en það er eitthvað við þessa borg sem fer vel í mig.
Þegar ég slapp loksins út af þessari sýningu í dag (sem var alger hörmung ef frá er skilinn fyrsti dagurinn sem vonandi skilar einhverju) þá ákvað ég að fara í pílagrímsferð í hverfið sem við mamma bjuggum í fyrir 29 og 30 árum síðan. Þetta er ekki eins langt í burtu og mig minnti og ég fæ stig fyrir að taka sporvagninn og strætóinn. Af því að ég fór lengst upp í sveit í gær til BogT með sporvagni og strætó, þá er ég kominn með 2vö stig (það var í hina áttina).
Það var rosalega gaman, áhrifaríkt og sjokkerandi að koma aftur á Studiegången. Þetta var allt í hausnum á mér þegar ég var kominn á staðinn. Fann meira að segja gamla leynistaði í skoginum, garðaleiðina í skólann, alla helstu leikstaðina og fótboltavellina og íbúðir félaganna og allt sem skiptir máli. Það var hins vegar sjokkerandi að sjá að allt hverfið (eins og nafnið gefur til kynna eru þetta stúdentagarðar) allt í niðurníðslu. Það verður gaman að sýna mömmu myndirnar :)
Endaði svo daginn á góðri gönguferð í gegnum 'centrúmmið', fékk mér ða borða og náði kvöldgöngu í Liseberg. Liseberg, fyrir þá sem ekki vita, er tivolí-ið í Gautaborg. Liseberg er meira action en Tivolí í Köben þ.e. tækin í Liseberg eru virkilega fullorðins... öll. Rússibanarnir þarna eru geðsjúkir og þeir eru með hæsta fallturn í Evrópu. Ég er á báðum áttum hvort það væri ráð að fara hingað með Spiderman I.
Heyrumst í Suður Afríku næst!!!
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.