'Adault World'

Vinnan farin að kikka inn. Fyrsti dagur með nýtt kerfi í vöruhúsi 1tt. Lúxusinn er að vera 2veim dögum á undan áætlun og því er hægt að leyfa sér að fara varlega í sakirnar og virkilega hugsa um starfsmennina og sjá til þess að hlutirnir eru gerðir rétt. Engin vandamál og allir kátir.

Það var hins vegar brandari að finna staðinn. GPS. Þegar maður er með GPS er ákveðið lykilatriði að fá heimilisföng, þó það sé ekki nema bara í grendinni. Það er enginn á skrifstofunum hérna hjá þessu 'kompaníi' sem veit heimilisfang þessara vöruhúsa sem ég er að vinna í. Sem betur fer fór ég í gær til að skoða bæði húsin (sem er reyndar meira en helmingurinn af IT liðinu hérna hefur nokkurn tíma gert) og ég var í samfloti með mjög skemmtilegum og geðþekkum náunga. Hann sagði mér að ég ætti bara að koma mér á skrifstofurnar (sem ég veit núna hvar eru) og taka næst vinstri og keyra alveg þangað til ég sæi 'Adault World'... og þegar hann sagði það hækkaði hann róminn eins og hann væri hissa þ.a. allir störðu á okkur. Perra úllinn farinn að leita sér að skemmtiefni í útlöndum. Frekar fyndið.

Annars er ég algerlega búinn að fá upp í kok af kollega mínum frá UK. Indverji sem virðist ekki hafa neinn áhuga á neinu nema sjálfum sér og fyrirtækinu sem hann vinnur hjá. Hann er líka á því að hann sé frábær og 'gúd lúkkíng' sem er svo fjarri sannleikanum að það hálfa væri hellingur. Fyrir þá sem hafa lesið bloggið mitt hingað til, þá vitið þið að ég á í mestu vandræðum með að skilja Indverja, samt er þessi búinn að búa í UK um áraraðir. Sjitt hvað hann fer í taugarnar á mér, visserbesser dauðans.

Hann kom í gær. Hitti hann á skrifstofunum eftir að hafa verið í vöruhúsunum allan daginn. Ég er kominn í gott samband við nokkra SAfríkana hérna og var að tékka á nokkrum ressum til að eiga í erminni - heimilisföng muniððði, ég er með GPS - þegar Indverjinn fer að tala um að það væri gott að hafa kort, hann væri frábær í því að lesa kort, 'nó nó æm nott kidding, æm exelent in ríding mapps' og svo bætti hann við hversu veraldarvanur hann væri, búinn að ferðast út um allt og væri enga stund að ná áttum. Ég sagði að við skildum bara treysta á TomTom (GPS frændann) sem við og gerðum því auðvitað var enginn með kort handa honum. Sem betur fer segi ég nú bara eftir reynsluna í kvöld. Einn af SAfríkönunum vildi fara með okkur 'dántán' á svæði sem heitir The Waterfront... glæsilegt bryggjuhverfi með fullt af ressum og pöbbum og fíneríi. Ég keyrði (niðreftir). Þegar við erum ekki hálfnaðir þá var Indverjinn á því að við værum alveg að koma... 'æ kan smell ðe salt - við erum alveg við höfnina, taktu bara vinstri hérna og við erum komnir, man eftir þessu á kortinu. Einmitt, myrkur, fátækrahverfi á bæði vinstir og hægri, 15 mín akstur eftir að Tablemountain sem gnæfir yfir miðbænum og hafnarsvæðinu (sjá kort)... ég sagðist halda að þetta væri reyndar aðeins til hægri framhjá fjallinu sem blasti við... en við skildum bara sjá og elta félaga okkar sem var í bíl á undan okkur. Við skulum bara orða það þannig að Indverjinn talaði ekki meira um kort og áttir það sem eftir var kvölds. Honum tókst samt einhvern veginn að pirra mig allt kvöldið...

Það versta við þetta er að hann er á sama hóteli og ég og við erum með sama bílinn og að hann er hérna til 9unda júní. Ég er ekki að meika það. Sjáum hvort ég geti ekki einhvern veginn komið mér undan annað hvert kvöld... djö lúxus væri það :)

En karlinn er allaveganna kominn á skrið, farinn á stúfana, kíkja á staðinn... það er gott.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vinur minn! Gott að heyra frá þér. Héðan allt sæmilegt. Fjárfesti í bíl (sjálfskiptum ) til þess að kenna fötluðum sem ég hef verið að kenna fræðilega þáttinn í vetur. Skrepp suður um helgina og ætla að líta á litlu fjölskylduna á Fifuvöllunum. Bestu kveðjur, pabbi.

Steinþór Þráinsson (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 23:47

2 identicon

Gaman af þessu :) Orðinn heimshornaflakkari enda alltaf ljóst að Hafnafjörðurinn væri alltof lítill fyrir gaur eins og þig. Bið að heilsa Indverjanum

Pétur (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband