Veturinn búinn?? Get ekki beðið...

Viðburðarík vika að baki og maður er gjörsamlega búinn áðí. Allt sjokkið í kringum ofnæmislostið, framkvæmdir fram á rauðar nætur, ekkert sofið og reynt að standa sig í vinnunni, atvinnu og húsnæðisleit í Afríku ofl. ofl. Svona er þetta bara stundum hjá sumum og oft hjá mér, það gerist allt í einu... þetta mjatlast ekki inn heldur bomsar allt í einu í andlitið á manni.

Framhaldið hjá drengnum í gær var þannig að eftir 2,5 klst læknisheimsókn fór hann í leikskólann alsæll. Fékk bara að vera inni, en það var allt í lagi. Svo þegar hann kom heim fékk hann nýtt lyf, hálfa töflu af einhverju rosa ofnæmislyfi... heyriði... gaurinn steinsofnaði kl 18:00 og vaknaði ekki fyrr en 07:00 í morgun. Við héldum reyndar að eitthvað væri að og töluðum við lækninn sem hélt að allt yrði í lagi, við skyldum þó ekki gefa honum meira af lyfinu og fá eitthvað annað í dag og við réðum því hvort við færum með hann niður á spítala en að öllum líkindum yrði þetta allt í góðu. Sem það var, enda andaði hann alveg eðlilega og var ekki með neinar skrítnar hreyfingar þarna í gærkvöldi. Það er gott að vita af þessu lyfi í skápnum ef hann fer að sofa illa á nóttunni aftur (hehehe).

Fyrsta útivistarvandamálið kom upp í gær rétt rúmlega 17:00 þegar stelpan vildi fara út í göngutúr með gamla. Auðvitað vildi gaurinn koma með - og hvað á maður þá að segja? Allaveganna, fyrst orgaði hann af því að hann mátti ekki koma með, svo orgaði hún af því að ég var búinn að 'lofa' göngutúr... á endanum laumuðumst við út en hann var ekki par kátur með okkur þegar við komum heim aftur. Þetta er ekki hægt.

Svo þarf að hanga inni alla helgina og það hefur aldrei verið jafn spennandi að fara út og akkúrat núna - merkilegt. Við getum farið að gera tilraunir með útiveru og hitastig á sunnudaginn. Það verður eins og að hleypa kálfum út á vorin held ég. En maður þarf að vera viðbúinn að taka drenginn inn með valdi ef ofnæmissvörunin fer af stað...

Ég get ekki beðið eftir því að þessum vetri ljúki!!!

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Steinþórsson

Þökkum ábendinguna... ég fer í þetta.

Þ.

Þórir Steinþórsson, 18.2.2007 kl. 21:19

2 identicon

Þegar menn eru nú frægir fyrir að heita vatnið í bílskúrnum fer að leka í matarboðum þá held ég að aðrir ættu að hann heitavatnskerfið í jakkann. Ekki samt biðja verkfræðinganna í Lindasmáranum um það, það eru bara gerviverkfræðingar (amk ég)

Mágurinn

pétur (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband