2007-02-18
Meiddur með kuldaofnæmi...
Bara af því að manni er þetta hugleikið... drengurinn klemmdi sig í dag á skúffu inn í eldhúsi. Ekkert alvarlegt en það var grátið... hvað haldið þið að ég hafi gert? Jú ég skrúfaði frá kaldavatninu og ætlaði að láta renna á meidda puttann... Þið hefðuð átt að sjá svipinn á frúnni þegar ég var við það að stinga hendinni á drengnum undir kaldavatnsbununa (sjæse)!!! Þá hrökk ég til og fattaði að ég má ekkert gera svona lagað, drengurinn er með ofnæmi fyrir kulda. Hann hefði líklega bólgnað allur upp... Það verður þá ekki auðvelt að höndla íþróttameiðsl framtíðarinnar (auðvitað verður það að vera innisport nema ef vera skyldi atvinnumennska á suðrænum slóðum).
Af þessu leiðir að ég þarf að fara að huxa!
Annars eru tilraunir hafnar á útiveru. Drengurinn fékk að fara út í 15 mínútur undir eftirliti í gær og aðrar 40 mínútur í dag. Ekki sást á honum nokkur blettur enda var hátt í 8 stiga hiti og logn báða dagana. Við vitum það þá að hann þolir 8 stiga hita og logn, þó það sé blautt, í allt að 40 mínútur.
Svo veit maður ekki meir... þetta er svo skrítið... hann var í sturtu í morgun og ég hleypti honum fram berrass eftir þurrkun. Það finnst honum gaman (hverjum finnst það ekki gaman?). En hvað haldiððði, jú það komu á hann blettir sem ekki er hægt að rekja til annars en kælingar á kroppinn. Sennilega ekki verið nægjanlega vel þurrkaður hjá mér áður en ég hleypti honum fram og kælingin við uppgufunina verið nóg til að kalla fram væga bletti. Ég ætlaði ekki að trúa þessu og í annað sinn þann daginn fékk ég svipinn frá frúnni (sjæse)...
Af þessu leiðir að ég þarf að fara að huxa meira!
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.