2007-03-01
Dresskódi...
Ég vinn sem betur fer á vinnustað þ.s. yfirvöld skipta sér ekki af klæðarburði. Ég get ekki huxað þá huxun til enda ef ég þyrfti að vera uppstrílaður dag eftir dag í jakkafötum með bindi. Ég kann betur við mig í gallabuxum og stuttermabol. Mér finnst líka bjór miklu betri en rauðvín (án tillits til tilefnis).
Ég ákvað hins vegar að reyna að innleiða 'dresskóda' í vinnunni. Dresskódinn byggir á því að mæta fyrsta virka dag mánaðarins í fínni klæðum, jakkafötum með bindi í mínu tilfelli. Auðvitað voru allir með á því (eða þannig)... Það þarf því ekki að fjölyrða um það að ég er sá eini sem er mættur allur strílaður upp.
Þessi payday-dresscode er ekki að gera sig... ég ætla samt að láta á það reyna og kanna hvort ekki sé grundvöllur fyrir þessu. Ég mun mæta uppstrílaður fyrsta virka dag aprílmánaðar einnig... nei þá verð ég í Búdapest... þetta verður þá að bíða til maí.
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.