2007-03-08
Græjuvesen...
Ég verð að viðurkenna að ég er rosalegur 'sökker' fyrir græjum. Ef ég ætti sand af seðlum þá ætti ég 'böns' af græjum - ekki spurning - það er svo margt sem mig langar í en eins og staðan er í dag þá læt ég mig einungis dreyma um hversu gaman það væri að eiga hitt og þetta. Það er líka þannig að skynsemin í fjölskyldunni er ekki í mér og ég er yfirleitt skotinn í kaf á fjölskyldufundum þegar mér dettur í hug að brydda upp á því að kannski væri gaman að eiga svona og svona græju. Skemmst er að minnast þess þegar sjónverpillinn dó... Ef ekki hefði verið fyrir skynsemi fjölskyldunnar þá sæti ég uppi með 300.000 kr vísareikning og flottan flatverpil í stofunni en raunveruleikinn er sá að ég endaði með 50.000 kr vísareikning og mjög góðan og vel nothæfan bollusjónverpil í góðri stærð. Ég er mjög sáttur og skynsemin er sátt og þá eru allir sáttir... auðvitað kemur einhvern tíma flatverpill í stofuna en koma tímar koma ráð. Vegna alls þessa þá kom eftirfarandi mér mjög á óvart og í raun skemmtilega á óvart. Þannig er mál með vexti að gamla Canon Ixus 400 digitalmyndamaskínan er farin að hiksta. Það er algerlega happa-glappa hvort maður nær myndunum af kortinu inn á tölvuna og stundum eru að koma upp alls kyns skrítnar meldingar og ekki er hægt að taka myndir nema við og við. Ég var fljótur að dæma maskínuna látna og vildi drífa í því að kaupa bara nýja, allaveganna að huga að því að kaupa nýja. Skynsemin tók þá völdin og sagði mér að fara með hana í viðgerð, það kostar jú minnst 3.000 kr skoðunargjald og vonandi er þetta ekki stórmál og hægt er að gera við hana fyrir viðunandi péning... ok - huxaði ég... þar fór nýja Canon SD Ixus 800 IS vélin sem ég ætlaði að fá í staðin (900 vélin er ekki eins spennandi). En viti menn... næsta setning skynseminnar var þá að við þyrftum nú eiginlega að fara að fjárfesta í alvöru digital vél, svona stórri - JESS - það datt af mér andlitið... en þvílíkur fögnuður sem braust út (innra með mér), ég fengi nýja græju... núna er ég bara í því að skoða Canon EOS 400D eða Canon EOS 30D (sem mér líst reyndar betur á).
Segið svo að maður eigi ekki að láta skynsemina ráða!!!
Þ.
Athugasemdir
Þetta er spurning um að safna punktum í konubankanum, svo þegar rétti tíminn kemur þá tekur maður út og allir sáttir! :)
Hvernig má þetta vera, spyrð þú? Hringdu í mig!
Þrási (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.