Af garðvinnu og öðrum fjára...

Garðurinn er kominn á skrið. Það hefur ekki liðið sá dagur í 3 vikur að ég hef ekki farið í garðinn til að vinna. Þetta er líka orðið ansi smart. Búið að tyrfa eina 300 fm. og búið að koma upp 'verkamannapalli' og búið að helluleggja aðeins og búið að sækja grjót fyrir tilvonandi grjótabeð konunnar. Nú vantar bara mold... það stefnir allt í það að ég þurfi að sækja hana kerru fyrir kerru. Hefði nú bara viljað einn vörubíl í þetta... Þið verðið bara að koma og sjá (hmm ætti kannski að segja ykkur að ég sé kominn með blogg-síðu svo þið getið séð þetta heimboð?) - æi það reddast...

 Nú er svo komið að konan mín er nánast komin í sumarfrí (hún er kennari) sem mér finnst mjög ósanngjarnt. Ég þurfti til dæmis að hringja í hana áðan, rúmlega 11, og ég vakti hana!!! Þetta er ekki hægt... Rosalega hlakka ég til að fara í sumarfrí. Reyndar er nú eiginlega búið að skipuleggja þetta allt saman... og það er ekki mikið pláss fyrir golfið. En það reddast örugglega... hlýt að ná 2-3 hringjum í sumar.

Hvað er svo með veðrið? Fer það ekki að 'kikka' inn? Maður er bara í rollunni allan daginn... Ég gerði eiginlega ekki ráð fyrir þessu. Bjóst við að geta verið í kvartbuxum og hommasokkum í maí... en nei best að vera í rollunni og hnésokkum... lít reyndar ágætlega út í hnésokkum.

Kosningar framundan - ég þarf ekki að ræða það... þið getið bara farið á einhverjar aðrar síður til að skoða umfjöllun um það. Ég verð seint sakaður fyrir að hafa sterkar pólitískar skoðanir, geri meira í því að láta í það skína að ég kjósi alltaf allt annað en þeir sem eru í kringum mig án þess að gefa það beinlínis upp hvað ég ætli að kjósa. Það er skemmtilegast... En núna þegar maður er fluttur í Kratabælið í Hafnarfirði þá varð maður að horfa á kastljósið á miðvikudaginn var. Ég get nú ekki sagt að oddvitar flokkanna hafi komið vel út gegn vel undirbúnum sitjandi bæjarstjóra. Órökstuddar plammeringar út í loftið fara í taugarnar á mér og sumir roðnuðu niður úr öllu þegar yrt var á þá... 'ettereggihægt'. Ég er ekki að segja að ég sé fylgismaður núverandi bæjarmeirihluta... eða hvað?? eða ekki?? hver veit?? kannski?? kannski ekki??

 Þ.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband