Helgi Sig...

Helgin afstaðin... rosalega þétt dagskrá

Föstudagur eftir vinnu fór í að sækja mold, tvær kerrur. Mold er ekki gefins á Íslandi skal ég segja ykkur fyrir utan það að ég þarf að keyra alls um 40 km heiman frá mér og heim með moldina.

Laugardagurinn fór í það að sækja meiri mold, þrjár kerrur. Svo þurfti að moka fyrir beðum og allt á milljón í garðinum... Gáfum okkur tíma til að kjósa í Hafnarfirðinum og endaði svo dagurinn í afmælis/kosningavöku hjá mági mínum sem stóð fram eftir nóttu.

Sunnudagurinn var rosalegur veislulega séð. Byrjuðum í 5 ára afmæli hjá Andra Má vini okkar í hádeginu - að sjálfsögðu var boðið upp á grillaðar pullur með öllu - snilld. Alltaf jafngaman að detta í afmæli... og af því að það er svo gaman þá fórum við í afmæli hjá afa Jóni beint á eftir og duttum í kaffi og pönnsur. Til að kóróna svo daginn enduðum við í grillveislu hjá Sólu frænku. Rosalega er grilluð gæs góð... mæli með því...

Þar sem ekkert var farið í garðinn í gær þá er líklegt að ég verði í honum eftir vinnu næstu daga... en það hlýtur að reddast.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband