2007-03-20
Brjálað að gera
Það er ekki lítið sem þarf að huga að þessa dagana...
- báðir bílarnir komnir á tíma í km tékk hjá umboðinu (alveg ókeypis)
- ýta á réttingaverkstæðið með hliðarspegilinn sem gleymdist þegar ég krassaði bílinn
- sækja fjölskyldupáskaeggið upp í Nóa (dóttirin á æviáskrift no6)
- taka á móti rafvirkjameistaranum sem ætlar að leggja lokahöndina
- vinna frameftir því það er nóg að gera
- hætta snemma því konan þarf að vinna frameftir því það er nóg að gera
- kjósa um stækkun álversins í bakgarðinum mínum
- finna restúranta í Búdapest
- festa helstu kennileiti í Búdapest inn í map24 í símanum
- finna einhvern til að lána mér I-pod (einhver sjálfboðaliði? bara vika)
- læra á I-pod
- hef enn ekki náð að sannfæra konuna um ágæti þess að fjárfesta í alvöru myndavél, vinna í því
- barnauppeldi
Annars eru þær fréttir helstar að drengurinn hefur tekið vel við sér með ofnæmismálin. Steraógeðismeðíferðin virðist ætla að skila sér (7-9-13). Ég er ekki farinn að fagna en þetta lítur vel út. Hann hefur verið í stöðugum tilraunum og hefur fengið að fara út í rokna kulda og rok án þess að sýna einkenni. Við erum því vongóð um að þetta hafi skilað sér þó að þessir sterar og ofnæmislyfin sem drengurinn var á hefðu ýmsar aukaverkanir í för með sér og spítalaferðir. Hann er því kátur og hress og það er eins gott því samkvæmt því sem hann segir sjálfur er skemmtilegast að vera úti að leika af öllu því sem hann gerir...
Stelpan er að standa sig vel í skólanum og er svo dugleg að lesa að hún mátti velja sér lestrarbók sjálf, hætt að lesa 'Óli á ól - Ása sá ís' og er að lesa um Gralla Gorm. Þar eru ansi mikið erfiðari orð eins og 'kóngulóarklessa' og 'fallegt flóðhestaskott' - en hún hamast við að komast í gegnum textann.
Og jú... hjónakornin á leið til Búdapest. Það verður langþráð frí. Höfum alltaf ætlað að taka einhvers konar hlegarferð og þegar okkur bauðst að fara í tæpa viku til Búdapest á góðum kjörum, gátum við ekki slegið hendinni á móti því. Eitthvað á maður eftir að sofa út, spóka sig í bænum laus við áhyggjur um að hafa týnt öðru barninu, henda sér í spa og hella í sig framandi öli... meira um undirbúninginn og ferðina síðar.
Þ.
Athugasemdir
Darri frændi á Ipod og gæti ef til vill fengist til að lána hann. Mar veit aldrei...
Darri (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 00:08
Ég á Canon EOS 5D.
Ég á 80GB IPod.
Ég á BOSE headphones.
Ég er hamingjusamur.
...ég er ótrúlega blankur.
Hrólfur (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.