2007-03-26
Af RSK og öðrum fjára...
Rosalega leiðist mér sérstaklega mikið einu sinni á ári... þegar líður að RSK gerð og skilum. Þetta er reyndar miklu betra núna þ.s. hægt er að fá nánast allar upplýsingar af netinu... en kommon hvað þetta er morkið. En eftir að hafa lesið einhvers staðar fyrir mörgum árum að það væri ekki nema von að börnin væru að draga lappirnar með heimalærdóminn og fyndist það svo leiðinlegt þegar fyrirmyndirnar, foreldrarnir, gerðu ekkert annað en að kvarta þegar kæmi að skattskilum (eða annarri heimavinnu), þá hef ég reynt að bölva í hljóði. RSK er semsé klár... á bara eftir að ýta á 'send'.
Var boðið í frábæra veislu á laugardaginn og skemmti mér og öðrum konunglega. Nágrannakona mín (ein þeirra) hélt uppá afmælið sitt með pompi. Saman voru komnir vinir og fjölskylda og að sjálfsögðu nágrannarnir í götunni. Það er ekki hægt að kvarta undan félagslífinu og samheldninni í götunni. Mikið var skeggrætt um málefni líðandi stundar, fyrirhugaða kosningu um stækkun álvers og ýmsar kjaftasögur.
Get farið að strika yfir fjölmörg atriði af listanum mínum sem birtist hér um daginn. Auðvitað bætast við nokkur atriði en það er alltaf svoleiðis... ég ætla nú ekki að fara að setja öll atriðin sem konan mín hefur listað upp fyrir mig að vinna í, ég held að síðan taki bara ákveðinn fjölda lína (gæti kannski sett link í excel-skjalið hennar). Enn eru þó eftir nokkur atriði sem tengjast ferðinni í næstu viku - VÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ - já nú mega Ungverjarnir fara að vara sig... 'Búdapest hjér æ kom'
Varðandi ferðina þá tapaði ég heilum degi í fríinu. Ég var nefnilega búinn að fara á stúfana og kanna hvenær flogið yrði (var ekki tekið fram í auglýsingunni frá hópnum sem er að fara). Ég komst að því að sambærilegar ferðir til Búdapest væru með morgunflugi út... huxaði mér gott til glóðarinnar... en viti menn að þegar sannleikurinn kom í ljós er flugið kl 1830 en ekki 0630... hálfsjö er nefnilega ekki það sama og hálfsjö. Ég er nú samt að jafna mig á þessu.
Þ.
Athugasemdir
djíses... þetta er nú meira sveitapleisið þarna sem þú býrð... eiga þessir nágrannar þínir enga vini? Ótrúlega voru þeir nú samt heppnir að hafa þig sem nágranna... Var ekkert rætt um hvenær eigi að opna Sædýrasafnið?
Aggi (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.