2006-06-06
Hvernig var helgin hjá þér?
Annasöm og löng helgi... Að sjálfsögðu var haldið áfram með garðinn og nú er búið að gróðursetja tré, rabbabara, graslauk og fullt af drasli sem ég veit ekki hvað er... Enn er verið að selflytja mold milli landshluta og hlaða grjótveggi fyrir steinabeðin...
Annars var þetta tiltölulega róleg helgi með famelíunni, quality bíóferð með konunni (DaVinciCode) og djamm með strákunum...
Djammið var snilld. Ég, EB og PG enduðum á snæðing á Oliver sem hlýtur að vera vinsælasti staðurinn í bænum... ég veit það ekki því ég er nú ekki þekkt andlit í skemmtanalífinu (sem helgast af því að ég fer kannski einu sinni á ári á djammið). Allaveganna, staðurinn mökkfylltist skömmu fyrir 2400 og þegar ég var að fara rúmlega 0200 þá þverfótaði ekki fyrir liði... EN hvað er með plötusnúða landsins... gamla diskó-ið að tröllríða öllu, Raining Men, YMCA, WHAM (þá erum við að tala um báðar plöturnar), Pulp Fiction albúmið eins og það lagði sig... við biðum bara eftir 20 mín laginu með Meat Loaf... það hefði fullkomnað kvöldið - skemmti mér konunglega þó ég hafi ekki verið jafnáberandi á dansgólfinu og ég var hérna fyrir 10 til 15 árum (sjitt ég er orðinn gamall)
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.