Stutta spilið í lagi en sveiflan í rugli...

Golf í gær... Rosalega er ég mismunandi góður... Spilaði 12 holur (byrjaði svo seint), hraunið, 10, 11 og 18 á Hvaleyrinni. Ég átti eitt vel heppnað upphafshögg (ef par 3 holurnar eru undanskildar), örfá heppnuð brautarhögg en ertu að grínast með stutta spilið... Innáhöggin voru þvílíkt að dansa og púttin duttu hver á fætur öðru... ég var bara fúll ef ég þurfti að tvípútta. Þeir sem til þekkja vita að æfingar og spil hafa farið fyrir ofan garð undanfarin misseri og því kom það mér á óvart að á þessum 12 holum náði ég 20 pkt, þrátt fyrir að vera með 10 högg á 3 holum... Ég skulda reyndar 2 bjóra eftir þennan hring - því eins og ég segi þá voru upphafshöggin ekki að gera sig. Ég er hræddur um að ég þurfi að lauma mér á æfingasvæðið í hádeginu næstu vikurnar.

Næsta mánuðinn verður maður reyndar bara í kvöld-golfi (þegar tækifæri gefst) þar sem HM verður að hafa forgang. Rosalega er ég búinn að hlakka til þessa móts. Ég geri svo sem ekki ráð fyrir að mikið verði um óvænt úrslit, en eftirfarandi liðum spái ég upp úr riðlakeppninni:

  • Þýskaland
  • Pólland
  • England
  • Svíþjóð
  • Holland
  • Argentína
  • Portúgal
  • Íran
  • Ítalía
  • Bandaríkin
  • Brasilía
  • Japan
  • Frakkland
  • Suður-Kórea
  • Spánn
  • Úkraína

Sagði konunni að ég ætlaði að reyna að koma snemma heim úr vinnunni í dag... hún var rosa kát... þangað til hún fattaði að opnunarleikurinn er kl 16

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott blogg
kv.
Guðrún Yrsa

Guðrún Yrsa Richter (IP-tala skráð) 14.6.2006 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband