Það er búið að vera mikið að gera undanfarna daga. Ég þurft að sitja mikið fyrir framan sjónvarpið og einbeita mér að knattspyrnu. Þetta er ekki eins auðvelt og margir halda. Konan mín hefur sýnt mér fádæma tillitsemi við þessa íþróttaiðkun mína en ég hef líka reynt að taka þátt í heimilisstörfum og uppeldi milli aukaspyrna og innkasta. Stærri verk eru unnin milli leikja og í lok leikdags...
Í gær var golf með EBA og TOS. Fyrsti 18 holu hringurinn síðan ég veit ekki hvenær árs 200X. Stutta spilið og púttin um daginn hafa sennilega verið slembi-lukka, því það datt ekkert í gær. Ég átti reyndar ágætis upphafshögg nánast allan hringinn en brautarhöggin eru sem fyrr ekki að detta fyrir mig nema í ca annað hvert skipti. Ég er ekki auðskilinn golfari, ég get sprengt 3 holur í röð og dottið svo inn á pari (eða þar um bil) á næstu holu. Ég get líka átt ömurleg högg alla leið að flöt og sett niður löng pútt eða smellt innáhöggunum þétt að pinnanum. Ég get líka átt frábær högg og verið inni á flöt í 2-3 höggum en þá þarf ég oftast 3-4 pútt. Það er enginn stöðugleiki í spilamennskunni, hvort heldur sem er slæm spilamennska eða góð. Ég get aldrei verið rosalega lélegur allan hringinn eða rosalega góður allan hringinn.
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.