Jibbí. Það var frí 4ða daginn í fríinu. Ég fékk að sofa út svo langt sem það nær því dreginn var ég á lappir til að gúffa í mig begg og eiconi. Mikið sem maður kann að meta begg og eicon, sérstaklega þegar það er ekki á boðstólnum heima hjá manni sökum eggjaofnæmis yngsta meðlims fjölskyldunnar.
Eftir morgunmat var haldinn skipulagsfundur milli okkar hjóna og var það einróma samþykkt að nýta daginn til frekari skoðunnar á borginni auk þess sem söfn skildu sótt. Arkaði því húsbóndinn af stað til að kaupa ferðapassa í samgöngukerfi borgarinnar, 3ja daga óheftur aðgangur að neðanjarðarlestum, sporvögnum og strætisvögnum.
Fyrsta stopp var Helfararsafnið. Það er merkilegt að það er alveg sama hversu oft maður skoðar svona söfn, les margar bækur eða horfir á marga fræðsluþætti... sagan breytist ekki. Safnið hafði mikil áhrif á okkur en þar að auki var gaman að sjá bygginguna sem safnið er í því það er algerlega út úr öllum byggingarstíl í borginni, nýtískulegt með skakka veggi og glerhýsi.
Næst var arkað í lest og brunað upp á Búda-hæðir (kastalahæðir). Þar gengum við um gamla bæinn og skoðuðum konungshöllina, slöppuðum af í 20 stiga hita og snæddum gúllassúpu nr.3.
Að lokum fórum við svo stórt bæjarrölt Pest-megin, þ.s. við byrjuðum á því að skoða Óperuna síðan Stefáns kirkju (dómkirkjan), ráðhúsið og fleiri merkileg hús og enn fleiri merkilega staði. Þeir mega eiga það að þessum stærri og merkari húsum er vel við haldið þó öll önnur hús séu við það að hrynja.
Um kvöldið var svo skipulagður 'hóp-dinner' og sigling um Dónó. Hlaðborð mikið og girnilegt... en afhverju í ósköpunum var ég (og aðrir gestir) látinn éta af undirskál??? ég hef barasta aldrei lent í öðru eins. Fyrsta sinn sem ég man eftir að ég gekk frá hlaðborði ... ekki svangur beint en alls ekki saddur ... bara vegna þess að ég var kominn með í lærin á því að þurfa að standa svona oft upp til að fara fleiri ferðir. Allaveganna. Kvöldsigling í góðu veðri um Dónó er skemmtileg upplifun.
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.