17 júní - afmæli - tiltektardagur í götunni - aðrar framkvæmdir

17 júní skall á með blíðu. Hitastigið rauk yfir 10 stig fyrir hádegi og spenningurinn var mikill í litla fólkinu á heimilinu. Rúmlega hádegi og stutt í skrúðgöngu - og hvað haldið þið? - það byrjar að rigna. Svona á 17 júní að vera! Allaveganna, við drifum okkur af stað og það var eins gott því skrúðgangan var rigningarlaus og það var ekki fyrr en á skemmtuninni á Víðistaðatúni að manni fór að verða pínu kalt. Við tórðum nú ekki alla dagskrána en enduðum í mat hjá tengdó - grillað læri - sem var snilld. Tilefni matarboðsins var 38 ára brúðkaupsafmæli og 40 ára trúlofunarafmæli... Til hamingju með það tengdó. Það munaði reyndar litlu að ég hefði klúðrað öllu saman því ég stóð vaktina á grillinu og það er ekkert grín að vera með 2vö læri á grillinu og reyna að horfa á Ísland - Svíþjóð, eins spennandi og sá leikur var. Frábært að komast á HM, en það hefði verið skemmtilegra að vinna seinni leikinn líka.

18 júní skall á með blíðu. Hitastigið rauk yfir 11 stig fyrir hádegi. Held að sumarið sé bara komið! Það stóð mikið til. Allir íbúar Fífuvalla höfðu látið gabbast og ætluðu að tína rusl í hrauninu allan daginn (frá 1400). Ég byrjaði daginn á að klára einn lítinn verkamannapall fyrir framan þvottahúsið en hljóp svo út í hraun með svartan ruslapoka að vopni. Það voru hinir ótrúlegustu hlutir sem menn drógu upp úr hrauninu, ísskápur, rúm með laki, sjónvarp, 50 ára gömul gaddavírsrúlla og einangrunarplast sem dugar til að einangra meðalstórt einbýlishús, var meðal þess sem dregið var úr gjótum. Krakkarnir höfðu nóg að gera því þegar þolinmæðin brast í tiltektinni var hægt að drepa tímann í heljarmiklum hoppukastala sem komið hafði verið fyrir við enda götunnar. Tiltektin endaði svo í grillpartýi mill 17 og 19. Árangur tiltektarinnar var ótrúlegur.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband