2007-04-30
Dagur 5 - frí allan daginn
Nú er langur tími liðinn frá síðasta bloggi og enn lengra síðan ég var í ferðinni góðu. Reyni samt eftir fremsta megni að lýsa síðustu dögunum.
Smá innskot... ÞL datt í ofnæmi í gær... nú eru það líklega hundar (frábært)
Dagur 5 - frí allan daginn og ekkert planað um kvöldið heldur. Dagurinn var því mest tekinn í það að slappa af, borða góðan mat og setjast að á kaffihúsum. Auðvitað þurftum við líka að kaupa einhver leðurveski á markaðnum því án þeirra getur maður ekki verið. Ungverjar eru frægir fyrir gúllassúpu og ég lagði mig fram við að reyna að éta hana sem oftast á sem flestum stöðum. Í þessa gúllassúpu er notað óhemju magn af paprikukryddi (sem ég held að sé líkara chilli)... til að afgreiða gjafir handa ættingjum voru keypt nokkur kíló af þessu kryddi í þartilgerðum gjafaumbúðum.
Nú man ég ekki hvað ég var búinn að ræða um matarmenninguna, en fyrir utan gúllassúpuna eru þeir frekar lélegir í eldhúsinu. Maður pantar sér það dýrasta og flottasta en fær svo einhver þunnildi sem maður myndi ekki þora að bjóða kettinum sínum. Allaveganna... þetta kvöld... fórum á kaffihús sem við höfðum farið áður á (fyrst fyrir rælni en svo aftur og aftur)... þar er matsölustaður líka... og þvílík steik mmmmmmmmmmmmmmm og allt í kringum þennan stað var frábært, þjónustan, umhverfið, maturinn og verðið. Það kom á daginn að þó maður sé í framandi landi að skoða framandi menningu og þó að það sé stundum gaman að smakka framandi mat... þá er alltaf best að fá blóðuga steik.
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.