2007-04-30
Dagur 6 - ræs kl 8
Ræs eldsnemma fimmtudagsmorgun. Begg og eicon (mmmmm). Farið í rútu út fyrir bæinn í einhvern listamanna-afkima. Bær sem byggður var upp um miðja síðustu öld af listafólki og markaðsjöfrum ef marka má það sem í boði var í bænum. Jú gaman að sjá sveitina og reyndar var rútuferðin mjög áhugaverð þ.s. keyrt var í gegnum heilu bæjarhluta Búdapest sem byggðir voru upp af Sovét... kassalöguðustu blokkir sem ég hef séð, allt upp í 12 hæðir, allar íbúðir eins, engar svalir og svo illa byggðar að það hálfa væri hellingur. En að öðru. Í listamannaspíruþorpinu var auðvitað allt til sölu. Þorpið er lítið annað en einn laugavegur. Reyndar er merkilegt marsipansafn á staðnum og einnig microsafn sem við kíktum á. Microsafn er safn muna sem eru svo litlir að það þarf að skoða þá í vísjá, þeir sjást ekki með berum augum. Mest allur dagurinn fór í þessa ferð. Ég komst reyndar að því á leiðinni að hverfið sem ég villtist í deginum áður (ég veit ég sagði ekki af því - en ég villtist rétt ofan við hótelið okkar og lenti í klandri) það hverfi hýsir að mestu sígauna og ber hæstu glæpatíðni í borginni. Reyndar var ég hálf sár að hafa ekki verið með myndavél því myndefnið var til staðar. Um kvöldið var farið út að borða í óperukjallarann sem heitir ekki óperukjallarinn. Það er gaman að kíkja þar við - þó að maturinn sé nú eins og hann er þá var gaman að upplifa syngjandi þjóna.
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.