Jú það er satt, karlinn er kominn í átak. Ég held að flestir sem til þekkja hafi haft verulegar áhyggjur af heilsufarshorfum mínum undanfarna mánuði. Ef ekki þá allaveganna af hámarks leyfilegri þyngd á gólfefnum húsa sinna og burðarvirkjum í blokkum.
Mánudaginn 30.4 var ég því kominn í leikfimi- og fæðuátak. Ég var nú búinn að gleyma því hversu rosalega góð tilfinning það er að rennblotna af svita (þ.a. svitinn dropi niður andlitið) en allaveganna... ég skráði mig á karlanámskeið í einni heilsulind bæjarins. Ég, sem gamall 'afreksmaður' í íþróttum, hef aldrei haft trú á svona námskeiðum þ.s. gamlir feitir karlar koma saman og hoppa og skoppa undir handleiðslu ungra og hressra kvenna sem taka meira í bekk og hnébeygju en þeir hafa nokkurn tíma reynt að láta sér dreyma um að láta sér detta í hug að þeir gætu. Lét til leiðast. Það var sem mig grunnti... í fyrsta tíma hrönnuðust fyrir framan salinn saman safn af feitum gömlum körlum... og ég... nema að ég sé feitur og gamall.
Fyrstu tímarnir voru nú ekki það léttasta sem ég hvef gengið í gegnum. Í síðustu viku gat ég ekki þvegið á mér hárið með sjampói og ekki gengið upp og niður stiga, vegna strengja. Ég ákvað í framhaldi af verkjunum að halda ótrauður áfram og reyna eftir fremsta megni að taka sem flesta aukatíma og ég get. Aukatímarnir felsast í því að hlaupa og svitna á eigin vegum og ég held að það hafi flýtt fyrir bata.
Ég hef skrifað niður samviskusamlega allt sem inn fyrir mínar varir hefur farið (sem er ekki mikið) því hluti af þessu átaki er að breyta matarræði. Í stað þess að borða þangað til ekkert er eftir, reyni ég nú að halda mig við að fá mér einu sinni á diskinn. Í stað þess að drekka gos, reyni ég að drekka vatn. Í stað þess að liggja upp í sófa á kvöldin og éta snakk og nammi, reyni ég að liggja uppí sófa og borða ekki neitt. Þetta er erfitt. Fyrir utan allt þetta hef ég á þessum tæpu tveim vikum ekki fengið að éta spendýr nema 2var sinnum. Nú er bara fiskur og grænmeti á boðstólnum.
Gleðifréttirnar eru þær að þó að aðeins séu liðnar tæpar 2vær vikur, þá stór sér á mér þó ég segi sjálfur frá.
Þ
Athugasemdir
Ég var einmitt búinn að vera velta því fyrir mér hvernig stæði á því að bílarnir tóku allt í einu upp á því að renna úr stæðinu hjá mér og yfir götuna inn á planið hjá þér (og bara þegar þú varst heima). Kannski get ég bráðum hætt að skilja þá eftir í handbremsu þegar það gatan kemst aftur í "balans" :o)
Hjörtur Smárason (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.