2007-05-14
Laugardagur er nammidagur!
Laugardagar eru nammidagar. Skrítið hvernig áherslurnar breytast með aldrinum. Dóttir mín fær bara nammi á laugardögum (og sonurinn fær cherios og rúsínur í poka). Nú þegar ég er kominn í aðhaldið þá verð ég líka að halda mig við laugardaga sem nammidaga. Síðastliðinn laugardagur fór alveg úr skorðum í aðhaldinu. Ég var búinn að vera rosalega duglegur framan af degi en svo var mér boðið í afmælisjúróvisjónkostningarpartý í 23. Það var svo mikið af krásum á boðstólnum og þar að auki náði ég að sulla í mig örfáum bjórum (sem er víst ekki gott fyrir menn eins og mig). Ég reyndi að vera í léttvíni því það sest ekki eins á mann... en það kom berlega í ljós hversu mikill 'redneck' ég er... bjór er bara alltof góður.
Næsta helgi verður ævintýrahelgi. Fjölskyldan er á leiðinni í sveitina til afa. Sauðburður tekinn með trompi. Allir í gúmmara, moka skít og gera við girðingar. Ef við verðum heppin verða ekki allar bornar, en við náum allaveganna að sjá lömb. Vonandi verður hitinn fyrir norðan kominn yfir frostmark.
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.