Laugardagur er nammidagur!

Laugardagar eru nammidagar. Skrítið hvernig áherslurnar breytast með aldrinum. Dóttir mín fær bara nammi á laugardögum (og sonurinn fær cherios og rúsínur í poka). Nú þegar ég er kominn í aðhaldið þá verð ég líka að halda mig við laugardaga sem nammidaga. Síðastliðinn laugardagur fór alveg úr skorðum í aðhaldinu. Ég var búinn að vera rosalega duglegur framan af degi en svo var mér boðið í afmælisjúróvisjónkostningarpartý í 23. Það var svo mikið af krásum á boðstólnum og þar að auki náði ég að sulla í mig örfáum bjórum (sem er víst ekki gott fyrir menn eins og mig). Ég reyndi að vera í léttvíni því það sest ekki eins á mann... en það kom berlega í ljós hversu mikill 'redneck' ég er... bjór er bara alltof góður.

Næsta helgi verður ævintýrahelgi. Fjölskyldan er á leiðinni í sveitina til afa. Sauðburður tekinn með trompi. Allir í gúmmara, moka skít og gera við girðingar. Ef við verðum heppin verða ekki allar bornar, en við náum allaveganna að sjá lömb. Vonandi verður hitinn fyrir norðan kominn yfir frostmark.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband