Íþróttameiðsl setja strik í reikninginn

Ég segi það satt. Ég var búinn að hlakka svo til leikfimitímans í gær. Búið var að fá sérstakan box-þjálfara fyrir hópinn. Þetta byrjaði allt saman vel. Í upphitun var manni sýnt hvernig maður átti að bera sig að, halda fótastöðunni og 4 mismunandi kýlingar (stunga, hægri, vinstri krókur og hægri krókur). Svo var boxað til skiptis við það að vera með þjálfarapúðana og vera boxaður. Einhverjum snillingnum datt í hug að það gæti verið gaman að iðka þessa íþrótt utandyra... mér fannst það ekki góð hugmynd, enda vil ég kenna snöggri kælingu um það að ég fór aftan í lærinu í einni æfingunni. Ég átti ekki eftir nema um 10-15 mínútur af tímanum þegar eitthvað gaf sig undan þunganum (sennilega var það allur bjórinn á laugardaginn - frekar en snitturnar). Ég haltraði því sárþjáður af velli. Þetta var samt rosalega góð og skemmtileg æfing. Ég var orðinn svo þreyttur að ég hefði ekki einusinni geta kýlt konuna í gólfið í gær.
Í dag er svo annars konar tími og ég ætla að reyna að mæta, vonandi verður ekki framstig eða hnébeygjur því ég er gjörsamlega farinn í lærinu. Verð bara að einbeita mér að höndum, baki og maga.

Svo er það Íslandsmótið í knattspyrnu. Fyrsta umferð búin og eins og búast mátti við lágu mínir menn á heimavelli fyrir 'drulluvík'. Þetta er ekki einleikið hvað okkur gengur illa með þá. Ég á nú samt von á því að sumarið verði gott og því setti ég inn létta könnun hér á síðunni sem ég vil endilega að menn og konur taki þátt í (síðasta könnun var meira fyrir menn).

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kannast við nákvæmlega svona íþróttameiðsl:(   Varð mér úti um eitt slíkt fyrir viku síðan.   Brá mér í kapphlaup við nemanda, aldursmunur okkar er 42 ár:)    Þetta var víst ekki gáfulegt en er allt að lagast.  Góða ferð í sveitina.

Bilda.

Bilda (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband