Sumarfrí no.1

Kominn aftur. Skrapp í rúmlega 2ja vikna sumarfrí. Rosalega er gott að vera í fríi. Afhverju er ekki alltaf frí?? Ég ætla svosem ekki að kvarta, fer aftur í frí eftir rúmar 2vær vikur... rosalega verður gott að komast aftur í frí. Strákurinn er ekki alveg að kaupa að ég sé farinn í vinnuna, var farinn að venjast pabba sínum heima. Hann heldur að ég sé í bílskúrnum að vinna...

Við lögðum land undir fót í fríinu og fórum norður í land. Ótrúlegt hvað veðrið stjórnar manni, sérstaklega þegar það er búið að vera eins og það er búið að vera. Ekki það að við vorum búin að plana þessa ferð fyrir löngu en það var auðveldara að pakka í bílinn og keyra í 4-5 tíma vitandi að veðrið var betra á hinum endanum. Það er fullt af fólki sem hreinlega flýr land þessa dagana. Mamma dróg manninn til Svallorka (eða var það öfugt) til að fá smá yl í kroppinn, að sjálfsögðu bað ég fyrir kveðju til góðvinar míns, hótelstjórans á Royal Magaluf... (allt önnur saga og reyndar miklu skemmtilegri).

Heimleiðin að norðan snérist um það að ná úrslitaleiknum kl 18. Það hefði tekist með stæl ef ekki hefði verið fyrir umferðarteppu dauðans... ég var 2 tíma frá Borgarnesi í bæinn. Maður var nú orðinn frekar fústreraður í röðinni og ekki bætti úr skák að heyra lýsingarnar af leiknum í útvarpsfréttum... hvað var ég að spá??

Þ. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband