2007-05-23
Gríðarlegur árangur í átakinu... eða hvað?
Já nú er karlinn að standa sig. Er enn í stífu prógrammi og fæ ekkert að éta heima hjá mér nema fisk og grænmeti og einstaka spendýr um helgar. Laugardagar eru nammidagar, en ég er að mestu kominn yfir salgætis og snakk fíkn en nota laugardagana til að fá mér 1 eða 2 eða 3 bjóra (fer eftir tilefni). Matardagbókin er svo mögnuð að það mætti halda að hún hafi verið skálduð upp af næringarfræðing, samt er bara í henni skráning á því sem ég fæ mér yfir daginn og hvenær ég fæ mér það. Æfingarnar ganga vel, þó ég vildi persónulega meiri brennslu í staðinn fyrir þetta endalausa body-pömp sem gerir það að verkum að ég hef ekki náð að setja sápu í hárið á mér í 3jár vikur.
Í gær var svo árangur síðustu vikna mældur. Ég var settur á vigt, mældur með málbandi og látinn halda á kappakstursstýri sem á að sýna hversu hátt hlutfall fitu er í líkamanum. Í stuttu máli þá er ég að hrynja niður í þessu öllu, sem er mjög jákvætt. En betur má ef duga skal. Ég setti mér ævintýranleg markmið að mati kennarans sem ætlaði mér miklu minna. Ef ég á að segja eins og er þá er ég þegar búinn að ná markmiðunum sem kennarinn setti þó námskeiðið sé tæplega hálfnað, þ.a. ég hef líklega sett raunhæfari markmið sjálfur. Ég hef svosem ýmislegt út á mælingarnar sjálfar að setja, maður deilir síst við vigtina en ég hef ekki mikla trú á kappakstursstýrinu og svo set ég spurningarmerki við málbandsmælingu kennarans þ.s. magi og læri eru mæld ummáli. Það er ekki líklegt að hún nái að hitta á sama stað yfir magann t.d. í öllum þessum mælingum. Það er því best að horfa mest á vigtina og fylgjast svo með beltinu og buxunum því það breytist seint.
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.