2007-05-25
Hrár fiskur í hrísgrjónarúllu á færibandi...
Sushi var það heillin... ég er ekki frægur fyrir að borða mikið hráan fisk en í dag var mér boðið á færibandaveitingastaðinn Sushi Train í Iðuhúsinu við Lækinn. Ég verð að segja að mér þótti þetta nú bara skrambi gott... þetta er ekki mikill matur, en það er allt í lagi því ég er í miðju átaki. Ég var varaður við græna gumsinu, að það væri sterkt. Auðvitað þurfti ég að kanna hversu mikið ég þoldi en sögum ber ekki saman um litarhaft mitt eftir þá tilraun.
Ég á pottþétt eftir að fara þarna aftur og nú veit ég hvert ég á að fara með konuna til að gleðja hana og koma henni á óvart (það er allt í lagi að opinbera það hér því hún nennir hvort eð er ekki að lesa þetta bull eftir mig).
Helgin framundan stefnir í rólegheit. Ég þarf reyndar að redda 3 hlutum til að fá húsið mitt úttekið... 2veir frekar einfaldir, merkimiðar á heita og kaldavatnsinntökin og vifta á litla wc-ið, en það þriðja er snúnara því það þarf að velja handlista upp stigavegginn á efrihæðina (og/eða niður, eftir því hvort þú telur að ofan eða neðan).
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.