Enn ein yfirvegaða skyndiákvörðunin...

Stundum er maður ekki heill í hausnum. Ég á það til að taka mjög yfirvegaðar en illa ígrundaðar ákvarðanir og setja markið kannski svolítið of hátt. Það versta við þetta er að ég þarf endilega að básúna það í alla í kringum mig þ.a. ég verð að standa við orð mín. Ég er einmitt að básúna núna... en það er bara af því að ég er búinn að básúna þetta í flesta sem ég þekki (einusinni reyndi ég að læra á básúnu - önnur saga).
Nú er ég semsagt búinn að ákveða að fara heim úr vinnunni á línuskautum. Ég ætlaði meira að segja að renna heim í dag - en ég verð að viðurkenna að ég er efins um að treysta mér í það eins og veðrið er. Ef það lægir aðeins og ef það rignir ekki meira en orðið er þá skelli ég mér... annars bíður þetta fram í næstu viku. Ég vil helst ekki að þetta sé sama dag og ég er í leikfimi þ.a. miðvikudagar og föstudagar koma til greina.
Í tilefni dagsins ákvað ég að keyra nokkurnveginn þá leið sem ég þarf að fara (öfuga, að heiman í vinnu), svona til að sjá ca. hvort ég kæmist langleiðina á gangstéttum og göngustígum. Mér sýnist það sleppa að mestu. Í leiðinni lét ég bílinn mæla vegalengdina fyrir mig og þetta eru sennilega um 17 km sem ég þarf að leggja að baki. Ef það væri sól og blíða þá væri þetta ekkert mál. Það er bara ekki sól og blíða.
Segi ykkur síðar hvernig fer, eða öllu heldur hvort ég fer í dag eða síðar.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband