Uppvask - hádegismatur - vinnan

Ég vinn á fremur fámennum en góðmennum vinnustað. Stundum er farið út að borða í hádeginu en oftast er gúrme-hlaðborð í litla eldhúshorninu. Þá smyr maður sér brauð með alls kyns áleggjum sem maður kaupir aldrei sjálfur, blandar saman með tsíllí mauki eða relish og borðar með bestu lyst. Stundum er meira að segja mysingur (sem er snilld). Þessa dagana eru konurnar í sumarfríi og það er ekkert til í eldhúsinu... rosalega er maður ósjálfbjarga þegar maður hefur ekki konur í kring um sig. Þetta var allt í lagi þegar það unnu engar konur hér, þá vissi maður ekki betur. Eftir að þær byrjuðu hefur alltaf (nánast) eitthvað verið til í ísskápnum - nú eru þær í fríi og það er ekkert í ísskápnum. Ég verð því að pína mig út í hádeginu.

Konum fylgir líka skipulag. Þær skiptu okkur í hópa sem skiptast á að vaska upp í litla eldhúsinu. Það er fyndið að fylgjast með þessu... konur vaska upp jafnóðum eftir hverja máltíð, þá safnast þetta ekki upp og verður auðveldara fyrir vikið. Við karlarnir (erum saman í liði) söfnum nokkrum dögum saman og sláumst svo um það hver eigi að vaska upp þegar það sést ekki lengur í vaskinn fyrir óhreinu leirtaui (eða öllu heldur þegar ekki eru til fleiri diskar og glös).

Aftur að Rússlönu. Ég átti að fara til Nizhniy Novgorod í vor en það datt upp fyrir. Ég var dálítið svekktur en núna er ég rosalega kátur. Ég var að heyra í þeim sem fékk þetta verkefni, hollenskur samstarfsmaður (svona á ská), og hann er ekki að meika þetta. Það talar enginn ensku í NN, það er ekkert heitt vatn í NN, það eru biðraðir út um allt og það er ekkert um að vera í NN og hann þarf að fara aftur í haust.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband