Gjafmildi nágranninn...

Nei ég fór ekki á línuskautunum heim á föstudaginn. Veðrið er búið að vera okkur skauturunum mjög óhagstætt undanfarna daga, það er varla stætt í skóm hvað þá á skautum. Ég bíð eftir næsta logni til að komast á skautana og þá jafnvel fer ég á skautunum heim.

Það var nú samt síðast þegar ég fór á skautana eitt kvöldið í síðustu viku að konan sá að einn nágranni okkar var að losa sig við torfbúta úr garðinum sínum. Vitandi það að það vantar hjá okkur smá rönd, bað konan mig að kanna hvort hann væri ekki til í að eftirláta okkur grasið. Auðvitað var það auðsótt og stóð ég í þökulagningum til að verða 01:00 þá nóttina. Ekki nóg með það heldur fannst elskulegri eiginkonu minni ekki hægt að nágranni minn myndi henda öllu grasinu sem eftir var og við ákváðum því að fá alla slummuna (sem var ca. 40 sinnum meira en við þurftum). Ég þurfti því að upphugsa stað til að leggja grasið. Fann hann. Elskulegi nágranni minn ákvað að best væri að vinna þetta núna um helgina, þ.e. stinga upp garðinn hjá sér í 12 vindstigum og rigningu og auðvitað þurfti ég þá að taka þá yfirveguðu en vanhugsuðu ákvörðun að taka við þökunum og leggja þær í sömu 12 vindstigunum og sömu rigningunni. Konan fjarstýrði mér svo innan úr hlýjunni og tók vinnan í garðinum rúma 6 tíma (með því að moka eitt stykki beð, möl upp, mold niður). Ég get alveg sagt ykkur það að ég hef ekki verið svona holdvotur síðan ég fór í sund um daginn.

Auðvitað á nágranninn þakkir skyldar fyrir grasið og auðvitað lítur brekkan mín miklu betur út svona en áður, en ég geri fastlega ráð fyrir því að hann komi og slái brekkuna með grasinu sínu reglulega næstu ár...

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Whoopah.......

Ertu góður í málningu þegar hættir að rigna?

Þrási frændi (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband