Ég sem var orðinn svo morgunhress...

Einn af mínum löstum er hversu latur og tregur ég er að fara á fætur á morgnana. Ég hef alltaf verið svona frá því að ég man eftir mér. Ef það er ekki eitthvað þeim mun mikilvægara og spennandi sem ég þarf að taka mér fyrir hendur eldsnemma, þá hef ég alltaf átt erfitt með að rífa mig framúr. Þegar fjölskyldan stækkaði þurfti ég að taka mig saman í andlitinu, það þarf jú að sinna sílunum... en samt er þetta alltaf jafn erfitt. Einhverjir vilja halda því fram að þetta lagist með aldrinum, að maður læri að meta morgunstundirnar, en ég hef ekki fundið fyrir því... nema um daginn. Þegar ég var rétt byrjaður í leikfiminni og veðrið á þessu skeri var þannig að sólin skein í andlitið á manni (þó það hafi ekki verið heitt) þá fann ég fyrir því að ég var að verða hressari og hressari með hverjum morgninum og átti auðveldara með að rífa mig framúr. Ég vildi meina að átakið væri að skila sér, ég væri léttari í lundu og liði betur andlega og líkamlega og þetta styrkti mig enn frekar í því að halda þessu stífa prógrammi áfram. Ég er enn í leikfimi og reyni að lifa heilbrigðu lífi án hertrar fitu en aftur er komið bakslag í morgungleðina. Ég held að ég geti skrifað þetta á veðrið. Annað hefur ekki breyst. Djö*** er rosalega leiðinlegt veður hér á suðvesturhorninu - maður er bara alveg að missa það. Svo kíkir maður á blogsíður vina og félaga sem búsettir eru erlendis og voga sér að setja inn myndir af veðurspá næstu viku (25+ og sól). það á að loka þessum vefsetrum.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband