Missi mig alltaf í sama farið...

Djö*** rosa bumbu er ég kominn með. Sumir verða nú kannski ekki hissa á þessari yrðingu því ég er og hef kannski ekki verið sá nettasti. Núna er vigtin í 93, sem er kannski ekki stórmál fyrir suma, en ef þú ert bara 180 á hæð þá er um færri sentimetra að ræða til að dreifa þyngdinni á... Reyndar verð ég að telja mér það til tekna að í gegnum tíðina hefur verið ansi þungt í mér en fyrr má nú vera. Ætli ég sé ekki góður í 80-84 þ.a. það er ærið verkefni fyrir höndum. Ég er nú samt alltaf að hugsa um mataræðið og hreyfinguna en gengur illa að framfylgja hugsunum mínum. Ef mér tekst vel til 1-2 daga í röð með hollt og gott mataræði, engin sætindi og jafnvel einhverja hreyfingu, þá er ég dottinn í sama farið um leið. Þetta er eins og að hætta að reykja, það er ekkert mál að hætta að reykja... það er bara erfiðara að byrja ekki aftur!

Ég ætlaði að vera svo nettur í sumarfríinu - en nei ekkert varð úr því og núna er konan farin að tala um það opinberlega að þurfa að senda mig á námskeið hjá einhverri líkamsræktarstöðinni. Man ekki hvort það var 6 vikur eða 6 mánuðir sem þetta námskeið átti að standa yfir, gildir einu. Það á samt ekki að senda mig á námskeiðið fyrr en í haust, ætli það þurfi ekki að nota mig við húsasmíði og garðrækt þangað til og hún vill örugglega ekki gera útaf við mig fyrr en því er lokið að mestu?

Mér leiðist þrennt hvað líkamsrækt varðar og það eru útihlaup, sund og lyftingar... geri ráð fyrir að það sé allt innifalið í þessu námskeiði. Sund er sérstaklega leiðinlegt, maður fer frekar hægt yfir og svo getur maður bara farið fram og til baka... skil þetta ekki...

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband