Adrenalin.is

Rosalegur stemmari byggðist upp í vinnunni á föstudaginn. Til stóð að fara í 'óvissuferð' - innan gæsalappa - því ég vinn á þannig stað að okkur líður ekki vel í verkefnum þar sem mikil óvissa ríkir og því reynum við að eyða henni eftir fremsta megni. Það vissu semsagt allir hvað átti að gera.

Ferðinni var heitið á Nesjavelli þ.s. búið var að bóka í þrautakóng í Adrenalíngarðinum. Ég var nú ekki alveg viss með skemmtanagildið áður en ég lagði af stað en ég er fullviss í dag að allir hafi gaman að því að ögra lofthræðslunni í sér. Einu sinni var ég lofthraddur en er það ekki núna... allaveganna ekki mikið. Fyrsta þraut var róla. Maður er dreginn upp í ca 8 metra hæð og svo er manni sleppt. Maður fær góðan 'sjúg' í magann í svoleiðis salibunu. Næsta verkefni fólst í því að draga einn úr hópnum (einn í einu) afturábak uppí loft og láta hann dingla. Annað hvort er ég svona þungur eða veg svona þungt í drættinum að ég náði aldrei þessum 'frjálsafallsfíling' en ekki leiðinlegt. Þriðja þraut fólst í því að klifra upp lóðréttan klifurvegg. Ég hélt að það yrði nú lítið mál enda var ég einusinni óður í svona klettaklifur án þess að hafa stundað það stíft. En þetta tók vel í. ég komst þó skammlaust á toppinn. Að lokum var það svo staurinn. Staurinn er þannig að maður er með spotta í bakinu, klifrar upp 8-10 metra háan símastaur og á svo að enda með því að stíga uppá riðandi staurinn. Það er ekkert mál að klifra upp og maður heldur að það sé ekkert mál að standa uppá staurnum - vá hvað maður hefur rangt fyrir sér. Það er rosalega erfitt að taka síðasta skrefið uppá staurinn. Ég hafði það en það var tæpt.

Næsti viðkomustaður var svo sund á Selfossi. En það var lokað. Þá var ákveðið að fara í sund í Verahvergi. En það var lokað. Enduðum þá í sundi í Árbænum og það var opið.

AusturIndiafélagið tók svo fagnandi á móti okkur í kvöldverð. það er einhvernveginn alltaf hægt að treysta AusturIndiafélaginu. Ég hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum á þeim eðalstað.

Á laugardaginn var ég svo pínu hægur... ekki orð um það meir. Tók samt aðeins til hendinni í garðinum og hljóp á eftir sílunum út um allt... en pínu hægur. Sunnudagurinn fór líka í það að dunda í garðstörfum. Þessi garður fer nú að verða ansi fínn þó ég segi sjálfur frá. Ég er samt ekki nógu ánægður með grasið mitt sem kemur illa undan vetri, en við skulum gefa því sumarið. Nenni nú ekki að rífa upp alla 300fm úr þessu.

Það eina sem út á þessa helgi er hægt að setja er sukkið. Ég var ekki alveg að standa mig í matarræðinu og ekki kom ég vel út í hreyfingunni. Bæti það upp í vikunni. Línuskautar í hádeginu og æfing í kvöld.

Þ. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband