Skautar í dag... ekki spurning

Um daginn var ég að hreykja mér af því að ég ætlaði á skautunum heim úr vinnunni. Veðrið setti strik í reikninginn. Nú þori ég ekki að bíða lengur og þó ég þurfi að skrópa í leikfimina í kvöld þá ætla ég á skautunum heim í dag. Veðrið er eins og best verður á kosið, ekki mikið rok og ekki rigning. Spurning bara hversu lengi sólin hangir. Heim fer ég á skautunum.

Það er eitt með þessa skauta, svona af því að ég hef haldið því fram að ég detti nánast aldrei (hef dottið 3svar á ferlinum) þá er samt eins og það séu auknar líkur á að maður detti þegar maður fer oftar... Stefni á að detta ekki á leiðinni heim í dag.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband