Staðan á heimilinu er þannig að konan er í endurmenntun þessa dagana. Ekki frásögu færandi nema við erum ekki með pláss fyrir sílin neins staðar yfir daginn. ÞL er nýbyrjaður í sumarfríi og YR er á leikjanámskeiði milli 09 og 12. Karlinn þurfti því að vera heima í dag. Reyndi að sinna vinnu eftir fremsta megni en sonurinn er kröfuharður á athyglina fyrir utan það að ef litið er af honum eitt augna, þá veit maður ekkert hvert hann getur verið kominn eða hvað hann getur verið að gera. Yfirleitt er hann að gera eitthvað af sér. Afarnir og ömmurnar eru ýmist í vinnu eða við veiðar og allt venjulegt fólk (kennarar ekki meðtaldir) eru líka í vinnu. Það er því ekki á vísan að róa með yfirsetu.
Auðvitað var nauðsynlegur fundur í vinnunni í dag og allt leit út fyrir að ég þyrfti að taka sílin með á fundinn (eða planta þeim með samstarfsfólki og Harry Potter á fóninn). Haldið þið þá ekki að mín yndislega nágrannakona hafi boðið mér yfirsetu af fyrra bragði. Mikið varð ég glaður. Dagurinn er því allur að smella. Náði að vinna aðeins heima, koma sílunum í pössun, sinna vinnunni og svo verður konan komin heim fyrir leikfimitímann. Ég gerði nú reyndar ekkert til heimilisins og ég er nú ekki viss hvernig því verður tekið af frúnni en ég verð bara að face-a það...
Ég er að fara í leikfimi eftir vikuhlé vegna meiðslanna sem ég hlaut við línuskautaruglið sem ég kom mér í um daginn. Það verður fróðlegt að sjá hvernig ég kem út úr þeim tíma. Ég er aðeins farinn að slaka á í matardagbókinni en ég er enn að léttast, sem er gott. Konan færði mér þessa dýrindisgjöf á laugardaginn... fitumælir Kelloggs... kannski ekki það rómantískasta sem ég gat huxað mér en ég tek viljann fyrir verkið. Þessi mælir er nú samt algert FisherPrice því það munar 4% stigum á mælingunum hjá mér milli klukkutíma yfir daginn... ég er ekki að kaupa það.
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.