Andvökunótt og endurnýjuð kynni...

Eftir að hafa reynt að hafa ofan af fyrir syninum í allan gærdag, datt hann loks útaf úti á palli um kl 17 í gær. Hann tekur enn kríu yfir daginn. Af því að hann er með hlaupabólu ákvað ég að leyfa honum að lúra. Mistök. Hann ætlaði náttúrulega aldrei að sofna í gærkvöldi... Í ljósi þess að ég er konulaus ákvað ég að nota tækifærið og horfa á sjónvarpið fram eftir nóttu - það tíðkast ekki venjulega. Ég ákvað því að byrja enn einu sinni á seriunni 'Band of Brothers' - rosalega er ég ánægður með þá seríu. Allaveganna eftir að hafa horft á 2vo þætti og klukkan orðin aðeins meira en margt, byrjaði drengurinn að kvarta... aumingjans snáðinn hefur væntanlega vaknað upp við kláða. Ég ákvað þá að fara í bólið líka sem var eins gott því drengurinn svaf ekki heilan klukkutíma í alla nótt. Það eru því þreyttir feðgar á Fífuvöllum í dag... hvað ætli við gerum að viti svoleiðis...

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband