LOST

Sumarfrí - kafli 1.

Ákváðum að þiggja bústaðarferð með ömmu Auði og afa Jóni í Kjarnaskóg við Akureyri. Lögðum af stað á föstudeginum og tókum því rólega, stoppuðum oft, borðuðum nesti. Bústaðurinn er æðislegur, rúmgóður með stórum palli, heitum potti og stutt í leiksvæðið í Kjarnaskogi. Auðvitað er búið að fara ótal margar ferðir í rennibrautir og apa-rólur og mikið gengið um ævintýraskóginn. Meðal fjöldi pottaferða á dag er 3.

Íþróttaálfurinn ég er búinn að fara 2svar út að hlaupa en það er nú bara rétt til að halda í við átið sem á sér stað í ferðinni. Ef til eru meiri sukkarar en við í litlu fjölskyldunni, þá eru það amma Auður og afi Jón. Línuskautarnir eru með en hafa ekki verið brúkaðir.

Ég á reyndar ekki sumarfrí þ.a. ég hef verið að sinna vinnu þessa virku daga sem af eru ferðinni. Það er gott að vera í góðri vinnu og geta sameinað þarfir fjölskyldunnar og vinnunnar. Á morgun flýg ég svo suður og skil liðið eftir, kem svo aftur á fimmtudagskvöld og næ þannig 2veim vinnudögum í bænum og framhaldsferð austur í Mývatnssveit um næstu helgi. Langferð á sunnudaginn alla leið í bæinn.

Við fengum símtal frá nágranna okkar í gær (búin að vera á fjórða dag á ferðalagi) - ég hafði þá verið búinn að vökva garðinn allan þennan tíma. Konan var ekki par-ánægð með mig því úðarinn var stilltur á matjurtagarðinn. Vonandi er hann ekki mikið ónýtur. Fer í skoðunarferð annað kvöld.

Drengurinn er á útopnu í ferðinni og er að njóta frelsisins sem býðst í sveitinni. Vakir frameftir og vaknar snemma. Stoppar ekki allan daginn, hleypur útum allt og uppum allt. Í dag fékk ég símtal. Drengurinn var týndur. Allir leituðu útum allt, hlupu í alla bústaði og töluðu við fólkið í kring. Leitarflokkur var kominn af stað, samsettur úr fólki í sumarfríi. Síðasta ráðið var að keyra uppá róló og tékka hvort hann væri kominn alla leið þangað og væri að dunda sér í rennibrautunum. Hann sat þá í mestu makindum í framsætinu í afa-bíl með beltið spennt og tilbúinn að keyra af stað.

Stelpan er í S-inu sínu. Það eru lifrutré út um allt (lirfutré - fyrir þá sem skilja ekki YR mál). Hún tekur svo að sér leiðsögn um skóginn í frístundum.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband