Skaut mig laglega í fótinn núna ma'r...

Um daginn fór ég með uppáhalds mágkonu minni að kíkja á íbúðir. Hún var búin að spotta út eina laglega á besta stað úti á Nesi... það er bara ekki hægt að segja nei við því... en auðvitað í gömlu húsi og eins og svo oft í gömlum húsum þá er búið að fiffa ýmislegt. Í bjartsýni minni kepptist ég við það að lýsa því yfir að eitt og annað varðandi lagfæringar og standsetningu íbúðarinnar væri nú ekki mikið mál og auðvitað skildi ég aðstoða hana við þetta allt saman.

Nú er semsagt komið að þessu og ég byrjaði í gær að bisast við að rífa niður vegg til að reisa annan, pússa og skrapa og gera það sem til þarf. Ég er að sjálfsögðu ekki einn en ég er heldur ekki 10. Allt þetta tekur tímann sinn en ég sé fram úr þessu og vonandi verður allt orðið klappað og klárt um helgina - allaveganna það helsta...

Það versta við þetta er að gíra sig upp í framkvæmdargírinn. Auðvitað stökk konan á mig með listann þegar ég var búinn að lofa mér í þetta allt saman og pantaði þvottahús, rennihurðar, flísalögn, handlista og ég veit ekki hvað og hvað... hún verður því að fá að vera næst í röðinni.

Ég verð í þessu í sumar...

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband