Bjargvættur götunnar...

Undanfarið hefur örlað á því í hverfinu að haldin séu s.k. sms-partý. Krakkar á unglingsaldri hafa þá oft í leyfisleysi en stundum með leyfi, boðið til sín vinum til veisluhalda. Þegar um leyfisleysispartý er að ræða, flýgur fiskisagan ansi hratt og er gsm tæknin óspart notuð til að koma skilaboðum á framfæri um foreldralaus hús í bænum. Þetta eru engin ný sannindi en ég heyrði fyrst af þessu í vetur.

Síðastliðna helgi var svo haldið partý í götunni minni. Töluverð læti voru í krökkunum og mikil bílaumferð með tilheyrandi spóli, flauti og skransi, héldu mörgum vakandi. Krakkarnir þurftu að taka lagið og míga utan í tjaldvagna og henda glerjum og dósum um alla götu. Þetta er ekki gaman. Aumingjans foreldrarnir þegar þeir koma heim vitandi að um 200 krakkar hafa verið að ganga berserksgang í húsinu þeirra. Allaveganna man ég eftir því sem krakki að sófasett voru borin út í garð og ýmislegt misjafnt gert í virðingarleysi við eigur annarra... hvernig er þetta þá í dag? Eitthvað skárra? Veit ekki... Vandamálið er fjöldinn sem mætir. Í gamla daga voru þetta kannski 50 krakkar max... núna hleypur þetta á hundruðum og eins og ég segi það voru líklega hátt í 200 krakkar í þessu umtalaða partýi (sem er ekki það fjölmennasta í götunni til þessa).

Þá er gott að þekkja löggu. Og það er einmitt ein í húsinu við hliðina á mér. Og hann var á vakt í Reykjavík en kallaður út í götuna sína í Hafnarfirði (sem segir sitt um umfang aðgerðarinnar - alls voru 5 lögreglubílar mættir). Hann ásamt félögum sínum, sáu til þess að smala liðinu úr götunni og þeir sem til sáu (ég reyndi að sofa eins og skata) vilja meina að lögreglan hafi rekið liðið út götuna eins og kindahjörð... hvert þeir fóru með krakkana veit ég ekki, en besta leiðin hefur sennilega verið að leigja langferðabíl(a) undir pakkið og keyra í bæinn.

Löggan í götunni er því 'starfsmaður mánaðarins'

Þ. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband