DK og K2

Kæru lesendur, ég er kominn aftur... búinn í fríi eða því sem næst.

Margt merkilegt og skemmtilegt dreif á daga mína í Köben...

  • í fyrsta lagi fengum við sumar, hitastig að mestu um 25 og sól
  • tívolí (2var) þar sem tækin voru þrædd fram og aftur
  • Den Zoologiske have
  • götur bæjarins þræddar fram og aftur með og án leiðsagnar
  • vinir heimsóttir og vinir í heimsókn
  • afslöppun í garðinum
  • bjór og t og nóg af því
  • hjólatúrar um Gentofte og Lyngby á Christiana-hjóli og börnin í kassanum
  • steikur grillaðar og út að borða
  • snilldin eina

Það merkilegasta var að karlinn endaði á línuskautum (K2) og skautaði um allt. Einu mistökin voru að kaupa ekki allar hlífarnar í fyrstu atrennu... fyrsta ferðin út úr götunni endaði náttúrlega á hausnum úti á miðri umferðargöt með risa flakandi sár á olnboganum því það voru hlífarnar sem ég sleppti... snillingur.

Konan talar um gráa fiðringinn af ódýrari gerðinni. Ekki sportbíll og demantseyrnalokkur í annað... meira hjólaskautar og sólgleraugu...

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Köben var ljúf, takk fyrir okkur. Kv, Århus

Århus (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband