Búið

Sumarfríið er búið...

Ég er að skríða í vinnuna á morgun þó að ég væri nú alveg til í að vera lengur í fríi... það er merkilegt með þessa vinnu hvað hún slítur sundur fríin hjá manni.

Endaði fríið á góðu golfmóti Landhelgisgæslunnar sem haldið var á nýja vellinum við Geysi. Árangurinn var nú ekki merkilegur nema ef fjöldi týndra bolta er árangur - þá var ég góður. Þetta er ansi skemmtilegur völlur og mjög krefjandi, þrongur, með rosalegasta lyng/kjarr röffi sem ég hef séð... og ég sá mykið af því. Þar að auki liggur á og einhverjar sprænur út frá henni, við hlið eða í gegnum nær allar brautirnar. Það er gaman að spila þarna þó þetta séu bara 9 holur og ég mæli eindregið með því. Eftirfarandi þarf þó að hafa í huga:

  • hafa nægan tíma því þetta verður rosaleg leit
  • hafa nóg af boltum því þú átt ekki eftir að finna einn einasta
  • spila með járnunum og sérstaklega ef þú ert ekki ALLTAF beinn með driver eða trjám
  • fá sér súpu og salat í skálanum

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband